Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fögur fyrirheit voru gefin garðyrkjubændum um lækkun raforkukostnaðar í stjórnarsáttmála fyrri ríkisstjórnar, sem ekki var staðið við. Í nýjum stjórnarsáttmála eru sams konar fyrirheit gefin, en á myndinni er ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.
Fögur fyrirheit voru gefin garðyrkjubændum um lækkun raforkukostnaðar í stjórnarsáttmála fyrri ríkisstjórnar, sem ekki var staðið við. Í nýjum stjórnarsáttmála eru sams konar fyrirheit gefin, en á myndinni er ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.
Mynd / Stjórnarráð Íslands
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjögur áherslumál í landbúnaði tiltekin.

Efla á nýsköpun í landbúnaði, auðvelda nýliðun og kynslóðaskipti og draga úr orkukostnaði garðyrkjubænda.

Auk þess verður stefnt að því að breyta jarðalögum til að vinna gegn samþjöppun á eignarhaldi jarða og stuðla að nýtingu á ræktarlandi til búrekstrar.

Vanefndir um lægri raforkukostnað

Í stjórnarsáttmála fyrri ríkisstjórnar, frá því í nóvember 2021, voru tiltekin tíu áherslumál um landbúnaðinn. Líkt og í nýjum stjórnarsáttmála mátti þar finna fyrirheit um að dregið yrði úr raforkukostnaði garðyrkjubænda, sem var svo ekki staðið við.

Þar var sett sú stefna að auka ætti framleiðslu á íslensku grænmeti, með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar og sérstökum stuðningi við útiræktun, í gegnum búvörusamninga. Í endurskoðun þeirra í byrjun síðasta árs höfðu garðyrkjubændur ekki erindi sem erfiði við að ná fram þeim markmiðum sem sett höfðu verið í stjórnarsáttmálunum sjálfum.

Efling kornræktar

Ýmsum öðrum áhersluatriðum í landbúnaðarmálum fyrri stjórnarsáttmála tókst ýmist að ljúka eða koma áleiðis. Má þar nefna að mótuð hefur verið tímasett aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu, komið var af stað aðgerðaáætlun um eflingu kornræktar á Íslandi með opinberum stuðningi sem hluta markmiða um að efla innlenda landbúnaðarframleiðslu, matvæla- og landbúnaðarstefnur voru samþykktar, auk þess sem sameining Landgræðslunnar og Skógræktarinnar átti sér stað í þeim tilgangi að efla faglegt starf þeirra, meðal annars í loftslagsmálum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...