Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjárhúsþak í regnbogalitum
Mynd / MHH
Líf og starf 19. október 2022

Fjárhúsþak í regnbogalitum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ökumenn sem keyra um Strandir og fara fram hjá bænum Broddanesi við Kollafjörð, stoppa gjarnan og mynda þakið á fjárhúsinu.

Ástæðan er sú að fjárhúsþakið hefur verið málað í regnbogalitum og vekur þannig verðskuldaða athygli. „Þetta vakti strax mikla athygli en mismikla hrifningu. Ég held að nágrönnunum hafi fundist þetta skrítið uppátæki en vona að allir séu sáttir við þetta í dag. Ferðamenn eru hins vegar mjög hrifnir og stoppa og taka myndir,“ segir Ingunn Einarsdóttir, sem ólst upp á bænum og þekkir vel til þaksins.

„Þegar nýtt þak var sett á fjárhúsin sumarið 2020 vildi bróðir minn, Eysteinn Einarsson, endilega mála það. Hugmyndin að litnum kom frá dóttur hans, Ástríði Emblu, sem þá var tíu ára. Eysteinn, börn og tengdabarn máluðu það svo sumarið 2021,“ bætir Ingunn við, alsæl með þakið eins og öll fjölskyldan.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...