Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fjarskiptamálin á dagskrá
Fréttir 8. desember 2014

Fjarskiptamálin á dagskrá

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í tillögum vegna fjárlaga fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir um 300 milljóna króna tímabundnu  framlagi til fyrsta áfanga framkvæmda við fyrirhugaða fjarskiptaáætlun.

Í áætluninni munu koma fram töluleg markmið næstu ára um ljósleiðaravæðingu og uppbyggingu annarra fjarskipta á komandi árum. Gert er ráð fyrir að áætlunin verði lögð fyrir Alþingi á næstu mánuðum. Þarna er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir íbúa  í hinum dreifðu byggðum og hefur þetta m.a. verið baráttumál búnaðarþings og Bændasamtaka Íslands um árabil.

Í drögum er m.a. gert ráð fyrir vinnu við skipu­lagningu, áætlunargerð og kortlagningu stjórnvalda með innviðagagnagrunni sem talið er að kosti um 40 milljónir króna á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir verkefnum við að tengja ótengda staði og/eða hringtengingar landsvæða og miðað við að um 200 milljónir króna verði varið til þeirra.

Að auki er stefnt að öðrum verkefnum í framhaldinu, svo sem hringtengingu landsvæða með meira en 5.000 íbúa og eflingu stofnnets og uppbyggingu ljósleiðaranets þar sem m.a. er horft til eflingar brothættra byggða.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...