Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sólheimar efna til málþings um stöðu lífrænnar ræktunar í landinu.
Sólheimar efna til málþings um stöðu lífrænnar ræktunar í landinu.
Mynd / Sólheimar
Líf og starf 10. október 2023

Fjallað um lífræna ræktun frá öllum hliðum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sólheimar í Grímsnesi hafa beitt sér fyrir lífrænni ræktun frá upphafi starfseminnar árið 1930.

Efnt verður til málþings um lífræna ræktun og framleiðslu í Vigdísarhúsi, Sólheimum, 6. október og þar horft fram á veginn. Stíga á svið bæði vísindamenn á sviði ræktunar, lífrænir bændur og ræktendur sem fjalla um helstu álitaefni lífrænnar ræktunar í dag frá mörgum hliðum. Að auki verður kynnt skýrsla Environice um stöðu lífrænnar framleiðslu á Íslandi og tillögur til stjórnvalda.

Meðal þeirra sem flytja erindi verða dr. Ólafur R. Dýrmundsson, Kristján Oddsson, mjólkurframleiðandi á Hálsi í Kjós, Þórður G. Halldórsson, fv. garðyrkjubóndi á Akri í Laugarási, Erla H. Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Lífræns Íslands, Sævar Ó. Ólafsson, Samkaupum og Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en nauðsynlegt að skrá þátttöku. Dagskrá og frekari upplýsingar um málþingið eru á vefsíðu Sólheima.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...