Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hópurinn Otoseed, sem gerði pappír úr fiskbeinum sem inniheldur fræ og hægt er að rækta blóm upp úr.
Hópurinn Otoseed, sem gerði pappír úr fiskbeinum sem inniheldur fræ og hægt er að rækta blóm upp úr.
Mynd / Matís
Líf og starf 15. október 2020

Fiski-nasl úr afskurði og blómapappír úr beinum

Höfundur: smh

Nýsköpunarkeppninni MAKE-athon á Íslandi, sem gekk út á að finna lausnir til að bæta nýtingu hliðarafurða í sjávarútvegi, lauk formlega 18. september með lokaathöfn og verðlaunaafhendingu. Tíu teymi kepptu með alls 50 þátttakendum og varð niðurstaðan að tvö lið voru útnefnd sigurvegarar; SOS-hópurinn sem framleiddi eins konar „pepperóní“ eða nasl úr fiskafgöngum og Otoseed-hópurinn sem framleiddi pappír úr fiskbeinum sem hefur þann eiginleika að upp úr honum spretta blóm, sé hann vökvaður.

MAKEathon á Íslandi var í umsjón Matís og stóð yfir í eina viku á fjórum stöðum á Íslandi; Reykjavík, Akureyri, Neskaupstað og Bolungarvík/Ísafirði, þar sem þátttakendur með fjölbreyttan bakgrunn spreyttu sig á verkefninu „Hvernig getum við aukið verðmæti hliðarafurða í sjávarútvegi til að gera vinnsluna sjálfbærari?“

MAKEathon á Íslandi er hluti sambærilegra evrópskra viðburða sem eru rekin undir verkefninu MAKE-it, sem stofnað var af EIT FOOD – sem er hluti af undirstofnun Evrópusambandsins. Í þessum verkefnum er lögð áhersla á sjálfbærni og nýsköpun meðal annars í matvælaframleiðslu í Evrópu.

Viðburðurinn fór að mestu fram með fjarfundarbúnaði og í gegnum samfélagsmiðla – og sömuleiðis lokaathöfnin. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við FabLab á Íslandi og gefur þátttakendum frábært tækifæri til að kynnast nýsköpunarumhverfinu betur og jafnframt tækifæri til að þróa eigin vöru í kjölfar MAKEathon. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...