Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fiskeldi stærsta búgrein Íslands innan fárra ára?
Á faglegum nótum 3. apríl 2023

Fiskeldi stærsta búgrein Íslands innan fárra ára?

Höfundur: SFB

Nýlega var birt skýrsla Boston Consulting Group um framtíðarhorfur lagareldis og kynnt á viðburði á Hótel Nordica. Skýrslan var gerð fyrir tilstilli matvælaráðuneytisins og reynir að gera grein fyrir hvernig hinar mismunandi lagareldisgreinar (fiskeldi og þörungaeldi) munu þróast á næsta áratug miðað við ákveðnar forsendur.

Greiningin er áhugaverð og er þar birtur fjöldi staðreynda um magn og virði sem gaman er að setja í samhengi við hefðbundinn landbúnað. Sér í lagi er það fiskeldi á landi, einnig kallað landeldi, sem er áhugavert í þessari umræðu því að í raun er lítinn greinarmun hægt að gera á landeldi og öðrum búgreinum, að því undanskildu að fiskar eru aldir í vatni.

Þegar hafa fimm fyrirtæki hafið undirbúning að fiskeldisstarfsemi og þar af er eitt þegar hafið að rækta lax. Í dag eru ræktuð um 8.000 tonn af fiski á landi en þegar öll fyrirtækin sem hafin eru sína vegferð verða komin upp í fulla framleiðslu verður magnið 105-125.000 tonn.

Er þetta augljóslega langt umfram alla innanlandsþörf, áætluð ársframleiðsla er um það bil 300 kílógrömm á hvern einstakling miðað við mannfjöldaspá ársins 2023. Hins vegar eru háleitar væntingar um útflutningsverðmæti vörunnar þar sem neysla á fiski er vaxandi á heimsvísu með fólksfjölgun og stækkandi millistétt.

Samkvæmt greiningu Boston Consulting Group er búist við að verð á laxi muni hækka á næstunni en nú þegar er útflutningsverð á íslenskum eldislaxi mjög hagstætt miðað við rekstrarkostnað og útflutningsverð annarra íslenskra landbúnaðarafurða. Auk þess hafa íslensku landeldisfyrirtækin tekið stór skref til þess að takmarka umhverfisáhrif og hámarka dýravelferð við framleiðsluna.

Aukin vitund neytenda á þessum málefnum fram í tímann verður vonandi til þess að eftirspurn eykst enn frekar og afurðaverð samkvæmt því. Vöxtur landeldis er viðbót við íslenskan landbúnað sem var eflaust ekki fyrirséð fyrir nokkrum árum síðan, en nú horfum við fram á að þetta verði stærsta búgrein landsins innan fárra ára.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...