Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fiskeldi stærsta búgrein Íslands innan fárra ára?
Á faglegum nótum 3. apríl 2023

Fiskeldi stærsta búgrein Íslands innan fárra ára?

Höfundur: SFB

Nýlega var birt skýrsla Boston Consulting Group um framtíðarhorfur lagareldis og kynnt á viðburði á Hótel Nordica. Skýrslan var gerð fyrir tilstilli matvælaráðuneytisins og reynir að gera grein fyrir hvernig hinar mismunandi lagareldisgreinar (fiskeldi og þörungaeldi) munu þróast á næsta áratug miðað við ákveðnar forsendur.

Greiningin er áhugaverð og er þar birtur fjöldi staðreynda um magn og virði sem gaman er að setja í samhengi við hefðbundinn landbúnað. Sér í lagi er það fiskeldi á landi, einnig kallað landeldi, sem er áhugavert í þessari umræðu því að í raun er lítinn greinarmun hægt að gera á landeldi og öðrum búgreinum, að því undanskildu að fiskar eru aldir í vatni.

Þegar hafa fimm fyrirtæki hafið undirbúning að fiskeldisstarfsemi og þar af er eitt þegar hafið að rækta lax. Í dag eru ræktuð um 8.000 tonn af fiski á landi en þegar öll fyrirtækin sem hafin eru sína vegferð verða komin upp í fulla framleiðslu verður magnið 105-125.000 tonn.

Er þetta augljóslega langt umfram alla innanlandsþörf, áætluð ársframleiðsla er um það bil 300 kílógrömm á hvern einstakling miðað við mannfjöldaspá ársins 2023. Hins vegar eru háleitar væntingar um útflutningsverðmæti vörunnar þar sem neysla á fiski er vaxandi á heimsvísu með fólksfjölgun og stækkandi millistétt.

Samkvæmt greiningu Boston Consulting Group er búist við að verð á laxi muni hækka á næstunni en nú þegar er útflutningsverð á íslenskum eldislaxi mjög hagstætt miðað við rekstrarkostnað og útflutningsverð annarra íslenskra landbúnaðarafurða. Auk þess hafa íslensku landeldisfyrirtækin tekið stór skref til þess að takmarka umhverfisáhrif og hámarka dýravelferð við framleiðsluna.

Aukin vitund neytenda á þessum málefnum fram í tímann verður vonandi til þess að eftirspurn eykst enn frekar og afurðaverð samkvæmt því. Vöxtur landeldis er viðbót við íslenskan landbúnað sem var eflaust ekki fyrirséð fyrir nokkrum árum síðan, en nú horfum við fram á að þetta verði stærsta búgrein landsins innan fárra ára.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...