Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Unnið við fiskeldiskví í Dýrafirði.
Unnið við fiskeldiskví í Dýrafirði.
Mynd / HKr.
Fréttir 12. apríl 2021

Fiskeldi hefur leitt til fjölgunar íbúa á Vestfjörðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein á Vestfjörðum og miklu skiptir fyrir samfélag og atvinnulíf svæðisins að fiskeldi verði sjálfbær og kröftug atvinnugrein. Til að meta stöðuna lét Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV) og Vestfjarðastofa KPMG gera skýrslu sem nú hefur verið birt undir heitinu Greining á áhrifum fiskeldis á Vestfjörðum.

Helstu niðurstöður greiningar KPMG eru að íbúum hefur fjölgað síðan 2016 þar sem fiskeldi er komið vel af stað en þó er fjölgun íbúa ekki jafn mikil og væntingar voru um í fyrri skýrslu sem gefin var út árið 2017.

Ríflega helmingur af íslenskum eldislaxi framleiddur á Vestfjörðum

Hjá tveimur stærstu fyrirtækjunum í fiskeldi á Vestfjörðum störfuðu 150 manns árið 2019 og atvinnutekjur vegna eldis námu 4,2% af heildar-atvinnutekjum á svæðinu 2018, sem eru nýjustu tölur. Ríflega helmingur af þeim eldislaxi sem framleiddur var á Íslandi árið 2020 var framleiddur á Vestfjörðum.

Til að meta áhrif af fiskeldi á Vestfirði næstu árin er í skýrslunni leitast við að meta fjölda starfa, fjölda íbúa sem gætu byggt afkomu sína að einhverju leyti á fiskeldi og áætlað söluverðmæti afurða. Upplýsingar frá Noregi, Skotlandi og Færeyjum voru hafðar til hliðsjónar auk reynslutalna af uppbyggingunni á Íslandi.

Áform um 65.000 tonna eldi með lífsafkomu fyrir 1.850 manns

Árið 2019 höfðu 150 manns beina atvinnu af fiskeldi og ef áform um framleiðslu á hámarkslífmassa, 64.500 tonn, verða að veruleika, má gera ráð fyrir að fjöldi beinna starfa við fiskeldi á Vestfjörðum geti orðið í kringum 640 störf og að um 1.850 manns gætu byggt afkomu sína á fiskeldi beint eða óbeint.

Miðað við framleiðslu á 30.000 tonnum er það mat innlendra aðila að stuðullinn fyrir fjölda þeirra sem fylgja hverju starfi í fiskeldi sé 1,8 en einnig er byggt á stuðlum frá Noregi og Írlandi. Í fyrri skýrslum Byggðastofnunar og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um hagræn áhrif af laxeldisuppbyggingu á Vestfjörðum var gert ráð fyrir að hverju stöðugildi fylgdi að jafnaði 2,4 íbúar.

51.000 tonn skila 2,2 milljörðum króna í skatta

Áætlað árlegt skattspor fiskeldis á Vestfjörðum er áætlað, miðað við 51 þúsund tonna framleiðslu, 2,2 milljarðar króna án þess að tekið sé tillit til tekjuskatts af hagnaði fyrirtækja. Rík áhersla hefur verið lögð á af hálfu sveitarfélaga á Vestfjörðum að tekjur vegna fiskeldis skili sér til svæðisins í formi uppbyggingar innviða.

Í skýrslunni er gerður samanburður á ívilnunum vegna nýfjárfestinga sem ætlað er að efla atvinnu- og byggðaþróun á ýmsum svæðum á landinu. Athygli vekur að einu ívilnanir ríkisins sem rekja má beint til fiskeldis eru yfirstandandi hafnarframkvæmdir á Bíldudal þar sem framlag ríkisins eru 265 milljónir króna. Engar aðrar ívilnanir hafa verið veittar vegna þeirrar gríðarlega umfangsmiklu uppbyggingar sem átt hefur sér stað á Vestfjörðum í tengslum við fiskeldið þrátt fyrir mikla þörf. Meðal mikilvægustu verkefna á sviði innviða eru að tryggja góðar samgöngur innan atvinnusóknarsvæða.

Framtíðarsýn í fiskeldi

Verkefnið „Framtíðarsýn í fiskeldi“ er áhersluverkefni sóknaráætlunar Vestfjarða og er einnig styrkt úr byggðaáætlun en skýrsla KPMG í heild sinni er aðgengileg á síðu Vestfjarðastofu. 

Arctic Fish

Félagið hefur leyfi upp á 11.800 tonn af hámarkslífmassa. Framleiðsla á
árinu 2019 nam 3.300 tonnum og áætlað er að framleiðsla verði um 7.700
tonn árið 2020.

Heildarfjöldi starfsfólks var tæplega 60 á árinu 2019 og talið að afleidd
störf vegna þeirra nemi um 50 t.d. í vinnslu, pökkun og öðrum tengdum
störfum.

Arnarlax

Félagið hefur leyfi upp á 25.200 tonn af hámarkslífmassa. Framleiðsla á
árinu 2019 nam alls 10.000 tonnum af laxi. Áætlað er að framleiðsla aukist
nokkuð á næstu árum.

Meðalfjöldi starfsmanna Arnarlax var 111 á árinu 2019. Þar af voru 100
búsettir á Vestfjörðum. Til viðbótar starfa verktakar fyrir Arnarlax við ýmis
verkefni.

Erfðablöndun og áhættumat

Niðurstaða áhættumats Hafrannsóknastofnunar á mögulegri erfðablöndun var í árslok 2019 að takmarka framleiðslu á frjóum laxi við 71.000 tonn, þar af 50.000 tonn á Vestfjörðum. Á fyrsta ársfjórðungi 2020 kom fram nýtt
áhættumat erfðablöndunar Hafrannsóknastofnunar sem gerir ráð fyrir að ala megi 106.500 tonn af laxi í sjó mælt í hámarkslífmassa á landinu öllu.

Ein stærsta breytingin við endurskoðað mat er að leyfilegt verður að ala 12.000 tonn í Ísafjarðardjúpi. Jafnframt verður leyfilegt að ala 2.500 tonn í Önundarfirði. Aukning á eldi á Vestfjörðum er með þeim hætti að eldismagn er aukið úr 50.000 tonnum í 64.500 tonn af hámarkslífmassa.

Skylt efni: Fiskeldi

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...