Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Laxeldi í sjó.
Laxeldi í sjó.
Mynd / VH
Á faglegum nótum 24. október 2022

Fiskar finna til

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eftir margra ára þref og þras hafa vísindamenn og þeir sem setja reglur um dýravelferð í fiskeldi komið sér saman um að fiskar finni fyrir sársauka og að umgangast skuli þá í eldi samkvæmt því. Ekki síst þegar kemur að slátrun.

Nýlega sendi Aquaculture Stewardship Council, sem er leiðendi stofnun í fiskeldi, frá sér nýjar reglur sem auka eiga velferð fiska í eldi. Í reglugerðinni segir að fiskar finni fyrir sársauka, kvíða og stressi og að nauðsynlegt sé að slátra þeim á sem skjótastan og sáraukaminnstan hátt.

Samkvæmt nýju reglugerðinni verður að rota fiskana áður en þeir eru drepnir til að valda þeim ekki sárauka en samkvæmt núgildandi reglum víða um heim má drepa fiska með því að stöðva aðgang þeirra að súrefni eða með slægingu.

Nýju reglurnar eru sagðar vera stórt skref fram á við í velferð eldisfiska, ekki síst í ljósi þess að spár gera ráð fyrir að framleiðsla í fiskeldi verið meiri en afli úr sjó árið 2030.

Fiskar vitsmunaverur

Í frétt á Guardian er haft eftir talsmanni World Farming á Bretlandseyjum að líkt og önnur dýr séu fiskar vitsmunaverur og að auðvita eigi að umgangast þá sem slíka.

Samkvæmt reglugerðinni munu eldisstöðvar sem taka upp slátrun samkvæmt nýju reglugerðinni merkja afurðir sínar í samræmi við hana.

Þrátt fyrir að flestum þyki sjálfsagt að lóga dýrum á sem sáraukaminnstan hátt tók mörg ár að fá samþykkt að fiskar fyndu til sársauka eins og spendýr og fuglar og að umgangast ætti þá þannig.

Reglur fyrir humar og rækju

Í fyrstu gilda reglurnar eingöngu fyrir fiska en gert er ráð fyrir að samsvarandi reglur muni fljótlega taka gildi fyrir aðrar sjávarlífverur í eldi eins og rækjur og humar.

Skylt efni: dýravelferð | fiskar

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...