Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Afleiðingar viðskiptabannsins við Rússa er m.a. að finnskir kúabændur misstu þar afar mikilvæg viðskipti. Á árinu 2015 féll nettóinnkoma bænda um 40% og svipað eða meira á síðasta ári vegna lækkunar á mjólk.
Afleiðingar viðskiptabannsins við Rússa er m.a. að finnskir kúabændur misstu þar afar mikilvæg viðskipti. Á árinu 2015 féll nettóinnkoma bænda um 40% og svipað eða meira á síðasta ári vegna lækkunar á mjólk.
Fréttir 28. mars 2017

Finnskir kúabændur uggandi yfir stöðunni

Höfundur: Bondebladet /ehg
Þegar Rússar lokuðu landamærunum árið 2014 fyrir mjólkurvörur frá Evrópusambandinu var það byrjun á mjög erfiðu tímabili fyrir finnska mjólkurbændur. 
 
Áður en mjólkurkvótarnir voru fjarlægðir í apríl árið 2015 áttu finnskir mjólkurbændur í erfiðleikum en rússneski markaðurinn var þeim mjög mikilvægur. 
 
Í lok árs 2014 var útflutningur á mjólkurvörum til Rússlands upp á um 750 milljónir evra og þar vógu vörur með aukið virði þyngst, eins og ostur og smjör í neytendapakkningum. Í Rússlandi voru margir efnamiklir neytendur sem keyptu vörurnar en salan stöðvaðist nánast á einni nóttu. Nú þurftu finnskir mjólkurbændur að hugsa nýjar leiðir og urðu þeir í staðinn að framleiða iðnaðarsmjör og mjólkurduft sem leiddi af sér tap upp á um 150 milljónir evra. Þetta var um 15 prósent af mjólkurverðinu sem hefur hríðfallið og ekki skilað sér aftur til bænda.
 
Árið 2015 féll nettóinnkoma bænda um 40 prósent og í fyrra voru tölurnar ekki betri og því eru finnskir mjólkurbændur uggandi yfir stöðunni.
 
Þrátt fyrir þetta hefur ekki verið mikið um gjaldþrot í greininni heldur hafa bændurnir ýmist hætt, tekið meiri lán eða gert samninga þannig að þeir geti haldið áfram og stóla á að bjartari tímar séu fram undan. 
 

Skylt efni: Finnskir kúabændur

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...