Fínleg dömupeysa
Garnið í þessa fallegu peysu er á 30% afslætti í október. Peysan er úr DROPS Brushed Alpaca Silk og DROPS Flora. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, v-hálsmáli, rúllukanti og i-cord.
DROPS Design: Mynstur as-194
Stærðir: S ( M) L (XL) XXL (XXXL)
Garn: DROPS BRUSHED ALPACA SILK 125 (125) 125 (150) 175 (175) gr litur á mynd nr 01, rjómahvítur
Og notið:
DROPS FLORA 150 (200) 200 (200) 250 (250) gr litur á mynd 01, rjómahvítur
Prjónar: Hringprjónm 40 og 80 cm nr 5,5. Sokkaprjónar nr 5,5.
Prjónfesta: 15 lykkjur x 20 umferðir með 1 þræði í hvorri tegund með prjóna = 10 x 10 cm.
Laskalína: Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat.
V-HÁLSMÁL: Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat.
Úrtaka á ermum (á við um miðju undir ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja / mitt í þessum lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.
Hægri kantur á framstykki: Fitjið upp 4 lykkjur á hringprjón nr 5,5 með 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk og 1 þræði DROPS Flora (= 2 þræðir).
Rétta: Prjónið 2 lykkjur brugðið, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt.
Ranga: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 3 lykkjur slétt.
Endurtakið þessar 2 umferðir þar til kantur að framan mælist 19 (19) 20 (20) 20 (21) cm, endið með umferð frá röngu. Klippið þráðinn og geymið stykkið.
Vinstri kantur á framstykki: Fitjið upp 4 lykkjur á hringprjón nr 5,5 með 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk og 1 þræði DROPS Flora (= 2 þræðir).
Rétta: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 2 lykkjur brugðið.
Ranga: Prjónið 2 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt.
Endurtakið þessar 2 umferðir þar til kantur að framan mælist 19 (19) 20 (20) 20 (21) cm, síðasta umferðin er prjónuð frá röngu. Nú eru lykkjur fitjaðar upp fyrir berustykki á milli kanta að framan eins og útskýrt er að neðan.
Berustykki: Prjónið yfir vinstri kant að framan eins og áður frá réttu, fitjið upp 60 (60) 62 (62) 64 (66) nýjar lykkjur í umferð, prjónið yfir hægri kant að framan eins og áður frá réttu = 68 (68) 70 (70) 72 (74) lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 4 lykkjur í kanti að framan í hvorri hlið eins og áður.
Setjið 4 merki í stykkið án þess að prjóna þannig: Teljið 5 lykkjur (framstykki), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 16 lykkjur (ermi), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 22 (22) 24 (24) 26 (28) lykkjur (bakstykki), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 16 lykkjur (ermi), setjið 1 merki í næstu lykkju, það eru 5 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta merki (framstykki).
Prjónið fram og til baka í sléttprjóni með 4 lykkjur í kanti að framan eins og áður í hvorri hlið, jafnframt því sem aukið er út bæði fyrir LASKALÍNA og V-HÁLSMÁL – lesið útskýringu að ofan og lesið báða kaflana að neðan áður en prjónað er áfram.
V-hálsmál: Byrjið útaukningu fyrir v-hálsmáli í fyrstu umferð frá réttu, síðan er aukið út fyrir v-hálsmáli í 4. hverri umferð 10 (10) 11 (11) 12 (13) sinnum, aukið út 1 lykkju í hvorri hlið, aukið út innan við kantlykkjur að framan.
Laskalína:
Umferð 1 (rétta): Prjónið sléttprjón og kanta að framan eins og áður og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við lykkju með merki (= 8 lykkjur fleiri).
Umferð 2 (ranga): Prjónið sléttprjón og kanta að framan eins og áður.
Prjónið umferðir 1-2 alls 3 (3) 6 (7) 4 (4) sinnum.
Síðan er prjónað og aukið út þannig:
Umferð 1 (rétta): Prjónið sléttprjón og kant að framan eins og áður og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við lykkju með merki (= 8 lykkjur fleiri).
Umferð 2 (ranga): Prjónið sléttprjón og kant að framan eins og áður.
Umferð 3 (rétta): Prjónið sléttprjón og kant að framan eins og áður og aukið út fyrir laskalínu á framstykkjum og á bakstykki, þ.e.a.s. aukið út á undan 1. og 3. merki og á eftir 2. og 4. merki – ekki er aukið út á ermum (= 4 lykkjur fleiri).
Umferð 4 (ranga): Prjónið sléttprjón og kant að framan eins og áður.
Prjónið umferðir 1 til 4 alls 9 (10) 9 (10) 13 (14) sinnum = 9 (10) 9 (10) 13 (14) sinnum útaukning á ermum og 18 (20) 18 (20) 26 (28) sinnum útaukning á fram- og bakstykki. Það eru 220 (232) 248 (268) 284 (300) lykkjur á prjóninum. Stykkið mælist ca 21 (23) (24) 27 (30) 32 cm frá uppfitjunarkanti fyrir miðju að aftan. Nú skiptist berustykkið fyrir framog bakstykki og ermar.
Skipting fyrir fram- og bakstykki og ermar: Prjónið 4 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið 33 (35) 37 (40) 44 (47) lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 40 (42) 46 (50) 50 (52) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 (10) 12 (14) 16 (18) nýjar lykkjur, prjónið 66 (70) 74 (80) 88 (94) lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 40 (42) 46 (50) 50 (52) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 (10) 12 (14) 16 (18) nýjar lykkjur og prjónið síðustu 33 (35) 37 (40) 44 (47) lykkjur eins og áður (= framstykki), endið með 4 kantlykkjur að framan eins og áður. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig.
Fram- og bakstykki: 156 (168) 180 (196) 216 (232) lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 4 kantlykkjum að framan eins og áður í hvorri hlið þar til stykkið mælist 46 (48) 50 (52) 54 (56) cm frá miðju að aftan, í síðustu umferð er fækkað um 1 lykkju ca fyrir miðju að aftan.
Nú er prjónaður rúllukantur neðst á peysunni, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið kant að framan eins og áður, *1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið*, þar til 5 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt og endið með kant að framan eins og áður. Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Prjónið kant að framan eins og áður, *1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt* þar til 5 lykkjur eru eftir, 1 lykkja brugðið og endið með kant að framan eins og áður. Prjónið 4 umferðir sléttprjón. Fellið af.
Ermar: Setjið 40 (42) 46 (50) 50 (52) lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón / sokkaprjóna nr 5,5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 8 (10) 12 (14) 16 (18) lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 48 (52) 58 (64) 66 (70) lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar hér. Prjónið sléttprjón í hring 3 cm. Fækkið um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi - lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverjum 10 (8) 6 (3½) 3½ (2½) cm alls 4 (5) 7 (9) 9 (10) sinnum = 40 (42) 44 (46) 48 (50) lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 40 (39) 39 (37) 34 (32) cm frá skiptingunni, það eru ca 3 cm að loka máli. Prjónið 2 umferðir stroff (1 sl, 1 br). Prjónið 4 umferðir slétt, fellið af.
Frágangur: Kantar að framan frá hvoru framstykki eru saumaðir saman = miðja á baki, saumið síðan að lykkjum í kringum hálsmál.
Bönd á framstykki: Prjónið snúruprjón (I-cord snúru) með 4 lykkjur á sokkaprjóna nr 5,5 þannig: Prjónið upp 4 lykkjur með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir) og prjónið 1 umferð slétt. Síðan er prjónað þannig: *Færið allar lykkjur yfir á hægri hlið á prjóninum án þess að snúa stykkinu, herðið á þræði og prjónið aftur slétt yfir allar lykkjur*, prjónið frá *-* þar til bandið mælist ca 25 til 30 cm. Klippið þræðina. Saumið niður 1 band í hvora hlið á peysunni, ca 2 cm neðan við síðustu útaukningu fyrir v-hálsmáli.
