Fyrirhuguð 50 MW tveggja túrbína vindmylla kínverska fyrirtækisins Ming Yang Smart Energy. Minni gerð, 16 MW, er í prófunum í Suður-Kínahafi og hefur reynst vel.
Fyrirhuguð 50 MW tveggja túrbína vindmylla kínverska fyrirtækisins Ming Yang Smart Energy. Minni gerð, 16 MW, er í prófunum í Suður-Kínahafi og hefur reynst vel.
Mynd / Ming Yang Smart Energy
Utan úr heimi 28. nóvember 2025

Fimmtíu MW mylla í sjó

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ný, tveggja túrbína, fljótandi vindmylla sem Kínverjar eru með í undirbúningi, er talin muni verða stærsta og öflugasta vindmylla heims.

Scientific American greindi frá því á dögunum að Kínverjar séu með nýja, tveggja hverfla, fljótandi vindmyllu í þróun, með 50 MW framleiðslugetu. Yrði það langstærsta og öflugasta vindmylla veraldar. Hún hefur tvö sett af vélum og spöðum, sem hvort um sig getur framleitt 25 MW af orku. Hausarnir tveir eru upp af Y-laga turni á einum palli. Hver spaði er 145 metra langur.

Undan ströndum Kína er minni gerð sömu tveggja hausa hönnunar þegar í prófun í Suður-Kínahafi, 16 MW vindmylla, sem hefur nú þegar staðið af sér allmarga fellibylji og virðist ætla að reynast vel. Ming Yang Smart Energyfyrirtækið, sem hefur gert sig mjög gildandi í vindmyllum á hafi, er þróunar- og framkvæmdaaðili verkefnisins. Fyrirtækið mun vera í startholunum að hefja framleiðslu á 25 MW hverflinum og hyggst setja vindmylluna á markað á næsta ári. Hönnunin gengur undir nafninu OceanX.

T.v. er fyrirhuguð 50 MW tveggja snúningsása vindmylla Ming Yang Smart Energy. T.h. er núverandi stærsta vindmylla heims. Teikning / Ming Yang Smart Energy

Gæti skipt sköpum

Alþjóðaorkumálastofnunin segir í nýrri ársskýrslu sinni að rafmagnsöldin sé runnin upp. Jafnvel þó að allar loftslagsaðgerðir stöðvuðust í dag myndu endurnýjanlegir orkugjafar samt vaxa hraðar en nokkur annar stór orkugjafi – hagkvæmni þeirra þýði að vöxtur þeirra sé nú innbyggður í framþróunina.

Þrátt fyrir að vestrænir framleiðendur, eins og Siemens Gamesa, þrýsti einnig á um sífellt stærri hverfla, hefur þróunin verið sérlega hröð í Kína eftir að stjórnvöld hættu að niðurgreiða vindorkuver á hafi úti árið 2022. Það hvatti þróunaraðila til að leita hagkvæmari kosta.

„Notkun stærri hverfla þýðir að færri slíka þarf til að framleiða sama magn af orku,“ sagði Zhu Ronghua, forstöðumaður Yangjiang Offshore Wind Energy Laboratory, rannsóknastofnunar í Guangdong í Kína, í samtali við Scientific American. „Þú getur sparað flutnings-, byggingar- og uppsetningargjöld, sem eru 70 til 80 prósent af kostnaði, við að byggja vindorkuver á hafi úti,“ sagði Zhu enn fremur.

„Ef þetta tekst getur það skipt sköpum í fljótandi vindorkuiðnaðinum,“ sagði Umang Mehrotra, sérfræðingur í hafvindi hjá norska rannsóknafyrirtækinu Rystad Energy.

Kostir og gallar

Han Yujia, rannsakandi endurnýjanlegrar orku hjá Global Energy Monitor í Kaliforníu, sagði í samtali við Scientific American að hann væri hrifnastur af því að Ming Yang ætli að auka afkastagetu hverfla um meira en 20 MW í einu lagi, langt umfram meðaltalshraða iðnaðarins sem sé 2–3 MW á hverju ári. Hann segir að vegna þess að vindmyllan sé tjóðruð við hafsbotninn á einum stað geti hún snúist í heilan hring og það auki getuna til að halda jafnvægi í ofsafengnum veðrum og öldugangi. Þá verði væntanlega unnt að tjóðra vindmylluna í dýpri sjó lengra frá ströndum þar sem vindar séu sterkari og stöðugri.

Mehrotra setur þó spurningarmerki við hina gífurlegu stærð vindmyllunnar og mögulega tæknilega örðugleika í aflgetu vegna nálægðar snúningshausanna hvor við annan.

Skylt efni: Vindmyllur | vindorka

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...