Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Cooney undir stjórn Sigurðar Líndal leikstjóra. Æfingartímabilið gekk alveg ljómandi vel og hófust sýningar á páskadag - í húsnæði Sauðfjársetursins á Ströndum – í félagsheimilinu Sævangi.

Verkið gerist í London og fjallar um Eric Swan, sem hefur verið duglegur að svíkja út bætur síðustu tvö árin. Hann ætlar sér þó að minnka svindlið sem þá vindur upp á sig með sífellt skrautlegri afleiðingum. Inn í málið flækjast meðal annars leigjandinn hans, sambandsráðgjafi og útfararstjóri, svo einhverjir séu nefndir.

Tíu leikarar taka þátt í uppsetningunni á Bót og betrun, fimm konur og fimm karlar. Á bak við tjöldin starfar fjöldi fólks auk leikstjórans, við sviðsmynd og ljós, búninga og förðun, markaðsefni og gerð leikskrár. Nú eru eftir þrjár sýningar, þann 24, 29 og 30 apríl, þá lokasýning. Hægt er að kaupa súpu á Sauðfjársetrinu fyrir sýningar og opnar húsið 18:30, en miða-og súpupantanir eru í síma 693 3474 (Ester).

Gaman er að geta þess að nýverið setti leikfélagið á fót heimasíðuna leikholm.is, en þar er að finna margskonar fróðleik og hin helstu tíðindi félagsins.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...