Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fimm fréttir
Leiðari 16. desember 2022

Fimm fréttir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri.

Í árslok eru uppgjör alls ráðandi. Hér er því jákvæður pistill um fimm markverð landbúnaðartengd tíðindi ársins.

Riðugenið finnst

Lengi var talið að hið alþjóðlega viðurkennda verndandi ARR arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé væri ekki að finna í íslenska sauðfjárstofninum. Við leit að öðrum verndandi arfgerðum fann rannsóknarteymi óvænt sex einstaklinga með ARR genið, þ.á m. hrútinn Gimstein frá Þernunesi sem fluttur var á sæðingarstöð til að leggja sitt af mörkum til ræktunar á riðuþolnum sauðfjárstofni.

Erfðamengisúrval innleitt

Ný greining á erfðamengi íslenskra nautgripa verður framvegis notuð til að reikna út hversu efnilegir þeir eru til framræktunar á mjólkurkúm. Nýtt skipulag, svokallað erfðamengisúrval, við ræktun mun gera það að verkum að kynbótaframfarir verða örari með styttra ættliðabili. Ávinningur hraðari erfðaframfara er m.a. sagður geta numið tugum milljóna á ári í minnkuðum framleiðslukostnaði fyrir mjólkuriðnaðinn.

Kornrækt á dagskrá

Kornrækt var tíðrædd á árinu. Verðskulduð athygli möguleika kornræktar hér á landi varð til þess að efling hennar komst á dagskrá stjórnkerfisins. Starfshópur vinnur nú að því að teikna upp aðgerðaráætlun svo búgreinin geti fest rætur og orðið, til lengri tíma, að undirstöðuframleiðslugrein hér á landi.

Sprett úr spori

Þegar landið stóð frammi fyrir alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu vegna áhrifa heimsfaraldurs og innrás Rússlands í Úkraínu á framboðskeðjur var skipaður spretthópur á vegnum matvælaráðuneytis. Vann hópurinn á nokkrum dögum tillögur að lausnum og út frá þeim var tekin ákvörðun um að koma til móts við hamfarahækkanir á aðföngum og afkomuvanda með 2,5 milljarða króna stuðningi til frumframleiðenda, sem síðan var greitt út á haustdögum. Sýndi það ekki síst að hröð vinnubrögð geta átt sér stað í stjórnkerfinu.

Fæðuöryggi í forgrunni

Bændur, fagfólk og sérfræðingar, hagsmunaaðilar, stjórnendur og áhugafólk um landbúnað höfðu ný tækifæri til að koma saman til skrafs og ráðagerða. Í nóvember birtist okkur drög að matvælastefnu fyrir Ísland og samhliða því var haldið Matvælaþing í Hörpu þar sem stefnan var skeggrædd. Þar að auki héldu Bændasamtök Íslands í fyrsta sinn Dag landbúnaðarins í október, málþing sem ætlað var að varpa fram ýmsum áskorunum og framtíðarverkefnum. Ætlunin er að báðir viðburðirnir verði að árlegum dagskrárlið. Þá mættu tugþúsundir á stórsýninguna Íslenskur landbúnaður, sem ber vitni um almennan áhuga landans á landbúnaði og matvælaframleiðslu.

Að þessu sögðu þakka ég lesendum Bændablaðsins fyrir ánægjuleg samskipti á árinu. Bestu óskir um gleðilega hátíð. Megi gæfa fylgja ykkur inn í nýtt ár.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...