Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ferðast um Ísland á gamalli Hanomag dráttarvél
Mynd / HLJ
Fréttir 15. ágúst 2017

Ferðast um Ísland á gamalli Hanomag dráttarvél

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í hringtorginu fyrir neðan Bauhaus á Vesturlandsvegi ók blaðamaður Bændablaðsins fram á gamla drátt­arvél með lítið hjólhýsi í afturdragi. Þar sem leið okkar beggja lá í Bauhaus var þessi ævintýramaður tekinn tali og spurður út í þennan sérstaka ferðamáta. Ökumaðurinn heitir Heinz Prien og er sextíu og eins árs frá Muggensturm í Suður-Þýskalandi.  
 
Komst yfir nánast ónotaða dráttarvél
 
„Þetta er hugmynd sem kom eftir Íslandsferð 2013, en tveim árum áður hafði ég keypt og gert upp litla dráttarvél og gert sem nýja. Þegar ég fór að huga að Íslandsferðinni sá ég að litli traktorinn mundi ekki henta til ferðarinnar og fór að leita af stærri traktor með húsi. Ég hef alltaf verið hrifinn af Hanomag og fór að leita. Eftir litla leit fann ég algjört „hlöðugull“, nánast ónotaðan Hanomag R460 í október 2013. Vélin hafði bara verið í notkun í nokkur ár frá 1963 og eftir 1969 hefur hún staðið nánast óhreyfð inni í hlöðu þar til að ég eignaðist hana. Hún var í svo góðu standi að ég keyrði hana heim til mín alls um 400 km án nokkurra vandræða,“ segir Heinz. 
 
Í Hanomag er bekkur sem Heinz og Imgard deildu á ferðalaginu.
 
Mikil skipulagning og langur undirbúningur
 
„Fyrir rúmu ári var pantað far fyrir dráttarvélina og vagninn frá Danmörku til Íslands, en í rúmt ár var ég að fara stuttar prufuferðir til að undirbúa Íslandsferðina. Fyrsti leggurinn var frá heimabæ mínum Muggensturm (nálægt Stuttgart) og til Danmerkur þar sem konan mín, hún Imgard, kom til Álaborgar með flugi og ferðumst við þaðan í ferjuna. Þegar komið var til Seyðisfjarðar var fyrsta dagleið á Egilsstaði og síðustu þrjár vikurnar höfum við ferðast suð­ur­ströndina til Reykjavíkur. Hraðinn er ekki mikill, en oftast er ég á hraða frá 20-24 km á klukkustund. Nú er konan farin heim til að vinna og ég eftir til að eyða laununum hennar,“ sagði Heinz og brosti. 
 
Það er sjaldgæf sjón að sjá 25 km hraðamerki aftan á hjólhýsi.
 
Stefnt á Hvanneyri og þaðan á Vestfirði
 
Að baki eru 2.600 km en þegar við tókum Heinz tali var stefnan tekin á Hvanneyri til þess að skoða þar dráttarvélasafnið. Þaðan ligg­ur leiðin á Vestfirði þannig að ferða­lagið er tæplega hálfnað. Mið­að við fyrirhugaða leið verður hann u.þ.b. hálfnaður þegar hann skoðar drátt­arvélasafnið á Seljanesi. Heinz gerir ráð fyrir að alls komi þetta til með að vera um 5.500 km ferðalag sem gerir drjúgan tíma þegar meðalhraðinn er ekki nema rétt rúmlega 20 km á klukkustund. Ætlunin er að ljúka ferða­laginu 30. september en það hófst 10. júní síðastliðinn. Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með ferðalaginu á vefsíðunni www.island2017.de. 
 
 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...