Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Svona lítur kúlan út í skóginum í Hrosshaga, upphituð og fín.
Svona lítur kúlan út í skóginum í Hrosshaga, upphituð og fín.
Mynd / MHH
Fréttir 22. janúar 2016

Ferðamannakúla slær í gegn í Hrosshaga

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nýjasta nýtt í íslenskri ferðaþjónustu er glær kúla úti í skógi þar sem ferðamenn geta legið í hita og fylgst með stjörnum og norðurljósum á kvöldin og nóttunni.
 
Fyrstu kúlunni hefur verið komið fyrir í skóginum í Hrosshaga í Biskupstungum. Kúlan, sem mætti kalla jólakúlu, er um 20 til 25 fermetrar og þar geta 2–4 komið sér inn, lagst á dýnurnar og horft upp í loftið í þeirri von að sjá falleg norðurljós og stjörnur þegar dimmt er. Hugmyndina að ferðamannakúlunni á Róbert Sveinn Róbertsson, frumkvöðull úr Biskupstungum. 
 
„Verkefnið hefur gengið mjög vel, kúlan er að slá í gegn og segja allir mikla upplifun að vera í henni. Japanir hafa spurt mikið út í svona kúlu enda sérstakir áhugamenn um norðurljós og stjörnuljós,“ segir Róbert sem heldur úti norðurljósa- og vetrarferðaþjónustusíðu þar sem hann er í miklu sambandi við erlenda ferðamenn.

2 myndir:

Skylt efni: ferðaþjónusta

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f