Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Félagsmenn tryggðir
Fréttir 4. apríl 2023

Félagsmenn tryggðir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson og Guðrún Hulda Pálsdóttir

Allir félagmenn Bændasamtaka Íslands á aldrinum 18-74 ára eru tryggðir með tímabundna afleysingu í allt að sex mánuði, verði þeir ófærir til starfa af völdum slyss eða sjúkdóms, samkvæmt nýjum samningi BÍ og Sjóvár.

Skilyrði bótaréttar er að félagsmaður hafi verið óvinnufær að lágmarki 50 prósent í minnst þrjá mánuði, en engar bætur fást fyrir fyrsta mánuðinn. Mánaðarleg upphæð er 350 þúsund krónur til þeirra sem eru algerlega óstarfhæfir og greiðast bætur í hámark sex mánuði á bótatímanum. Bændasamtök Íslands halda skrá utan um vátryggða félagsmenn sem eru 2.463 talsins.

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, segir hóptrygginguna tímamóta- samning og eitt skref í átt að því að koma á heildstæðri og öflugri afleysingaþjónustu fyrir bændur. „Ýmsar fyrirmyndir er að finna frá
löndunum í kringum okkur, t.a.m. frá Finnlandi og Noregi, en þess má geta að sjúkra- og afleysingaþjónusta hefur verið hluti af norskum landbúnaði frá árinu 1991 og er ætlað að tryggja afleysingaþjónustu þegar veikindi eða slys ber að höndum. Óþarft er að fara mörgum orðum um mikilvægi innlendrar landbúnaðarframleiðslu með vísan til fæðuöryggis þjóðar, en í öllum málflutningi um starfsskilyrði bænda er þó tilefni til þess að árétta um mikilvægi þess að styrkja stoðir fæðuöryggis og áfallaþol samfélagsins. Er framboð skipulagðrar afleysingaþjónustu við bændur mikilvægur þáttur í því verkefni, en nýliðun í greininni gengur hægt og meðalaldur félagsmanna BÍ er um 57 ár.“ Hóptryggingin tók gildi þann 1. apríl sl. Starfsmenn BÍ upplýsa félagsmenn nánar um tilvist og efni 
vátryggingarinnar og þá skilmála sem um hana gilda.

Skylt efni: Búnaðarþing

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...