Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ágúst G. Pétursson, bóndi í Hjarðarholti í Dölum, nýkominn í Ljárskógarétt ofan af Ljárskógafjalli.
Ágúst G. Pétursson, bóndi í Hjarðarholti í Dölum, nýkominn í Ljárskógarétt ofan af Ljárskógafjalli.
Mynd / smh
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðardals. Að sögn Ágústs G. Péturssonar, bónda í hinu forna höfuðbóli Hjarðarholti í Laxárdal, kom fé þokkalega vænt af fjalli, en smalað var Ljárskóga- fjall í Dölum.

„Miðað við hvernig vorið var þá finnst mér það koma bara nokkuð vel af fjalli og mér heyrist á öðrum hér sveitinni að þetta sé alveg þokkalegt. Það gekk vel að smala, þetta var svona nálægt tvö þúsund sem við rákum í réttina. Fé hér í Dölunum hefur fækkað mjög á undanförnum árum, sérstaklega hér í Laxárdal þar sem mér telst til að hafi fækkað um 3.500 á síðustu fimm til sex árum.

Þetta er mjög slæm þróun þar sem sauðfjárrækt hentar einstaklega vel á okkar svæði.“

Svanborg Einarsdóttir og Elna Haraldsdóttir.

Ósáttur við afurðaverðið

Ágúst reiknar með að senda sín lömb til slátrunar á næstu dögum, en honum líst ekki nógu vel á afurðaverðið sem sauðfjárbændum er boðið upp á. „Ég hefði viljað fá það upp í þúsundkallinn fyrir kílóið,“ segir hann. „Núna fáum við ekki þessar greiðslur sem komu úr spretthópnum, vegna áburðarkaupanna – og það munar miklu um það.“

Spurður hvort þau taki eitthvað heim til vinnslu, segir hann að það sé ekkert svigrúm til þess – nóg sé fyrir þau að sjá um sjálfan búskapinn, en þau Björk Baldursdóttir, kona hans, eru með um 800 fjár á vetrarfóðrum. „Við höfum verið með erlendar ungar konur hér í allnokkur ár til að hjálpa okkur bæði á sauðburði og í göngum og réttum. Það hefur verið mjög ánægjulegt og góð kynni tekist með okkur,“ segir Ágúst.

Þessi sáu um fjárdráttinn fyrir Hjarðarholt. Arnór Guðmundsson, Björk Baldursdóttir, Laura Jäger, Lucia Kohoutová, Ágúst Pétursson, Annika Döring og Pauline Flörke.

Skylt efni: Ljárskógarétt

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...