Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ágúst G. Pétursson, bóndi í Hjarðarholti í Dölum, nýkominn í Ljárskógarétt ofan af Ljárskógafjalli.
Ágúst G. Pétursson, bóndi í Hjarðarholti í Dölum, nýkominn í Ljárskógarétt ofan af Ljárskógafjalli.
Mynd / smh
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðardals. Að sögn Ágústs G. Péturssonar, bónda í hinu forna höfuðbóli Hjarðarholti í Laxárdal, kom fé þokkalega vænt af fjalli, en smalað var Ljárskóga- fjall í Dölum.

„Miðað við hvernig vorið var þá finnst mér það koma bara nokkuð vel af fjalli og mér heyrist á öðrum hér sveitinni að þetta sé alveg þokkalegt. Það gekk vel að smala, þetta var svona nálægt tvö þúsund sem við rákum í réttina. Fé hér í Dölunum hefur fækkað mjög á undanförnum árum, sérstaklega hér í Laxárdal þar sem mér telst til að hafi fækkað um 3.500 á síðustu fimm til sex árum.

Þetta er mjög slæm þróun þar sem sauðfjárrækt hentar einstaklega vel á okkar svæði.“

Svanborg Einarsdóttir og Elna Haraldsdóttir.

Ósáttur við afurðaverðið

Ágúst reiknar með að senda sín lömb til slátrunar á næstu dögum, en honum líst ekki nógu vel á afurðaverðið sem sauðfjárbændum er boðið upp á. „Ég hefði viljað fá það upp í þúsundkallinn fyrir kílóið,“ segir hann. „Núna fáum við ekki þessar greiðslur sem komu úr spretthópnum, vegna áburðarkaupanna – og það munar miklu um það.“

Spurður hvort þau taki eitthvað heim til vinnslu, segir hann að það sé ekkert svigrúm til þess – nóg sé fyrir þau að sjá um sjálfan búskapinn, en þau Björk Baldursdóttir, kona hans, eru með um 800 fjár á vetrarfóðrum. „Við höfum verið með erlendar ungar konur hér í allnokkur ár til að hjálpa okkur bæði á sauðburði og í göngum og réttum. Það hefur verið mjög ánægjulegt og góð kynni tekist með okkur,“ segir Ágúst.

Þessi sáu um fjárdráttinn fyrir Hjarðarholt. Arnór Guðmundsson, Björk Baldursdóttir, Laura Jäger, Lucia Kohoutová, Ágúst Pétursson, Annika Döring og Pauline Flörke.

Skylt efni: Ljárskógarétt

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...