Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Farmallinn á Íslandi sjötugur
Á faglegum nótum 19. febrúar 2015

Farmallinn á Íslandi sjötugur

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fyrstu Farmall A dráttarvélarnar komu til landsins fyrir 70 árum, eða þann 18. febrúar 1945 með flutningskipinu „Gyda“.

Þóroddur Már Árnason, vélvirki í Neskaupstað, hefur tekið saman gögn um þessar vélar sem ekki hafa áður verið birt opinberlega. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að eftir að bækur Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) voru opnaðar fyrir nokkrum misserum, þá hafi hann látið afrita skýrslur um dráttarvélainnflutning Sambandsins. Er samantekt Þórodds eftirfarandi:

25 vélar og kostaði hver þeirra 5.960 krónur

Í þessari fyrstu sendingu árið 1945 voru 25 vélar með þyngdarklossum og reimskífu. Kostuðu vélarnar 5.960 krónur.

Öllum vélunum fylgdi sláttuvél

Öllum þessum vélum fylgdi sláttuvél af gerðinni 16A. Flestum vélunum fylgdi plógur af gerðinni IH192A. Rúmum helmingi vélanna fylgdi diskaherfi, ýmist af gerð, 10A eða No.17-12 diska. Plógnum var lyft með pústinu og var kúturinn einatt notaður til að lyfta heyýtum sem smíðaðar voru á marga Farmall A. Með þessum fyrstu Farmall A dráttarvélum hófst í raun dráttarvélavæðing íslenskra sveita. Næsta sending, 50 stk., kemur svo í apríl. Alls flutti Sambandið inn 174 Farmalvélar þetta ár. Með startara og ljósum koma Farmalarnir ekki fyrr en 22.6 1946. 100 fyrstu Farmalarnir er komu það ár, voru framleiddir 1945.

Búinn að rekja saman raðnúmer og kaupendur nokkurra véla

Þóroddur er búinn að rekja saman raðnúmer (serial no.) og kaupendur á sjö af 25 Farmall A dráttarvélunum sem komu til landsins 1945. Hin raðnúmerin af vélum úr sömu sendingu eru birt hér til hliðar. Þeir sem hafa vélar með þessum númerum eða vita um kaupendur þeirra og sögu geta haft samband við Þórodd Má Árnason í Neskaupstað í síma 477-1618 eða sent honum upplýsingar á netfangið  mar2@simnet.is. 

Skylt efni: dráttarvélar | Farmall

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...