Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Farfuglar breiða með sér fuglaflensu.
Farfuglar breiða með sér fuglaflensu.
Mynd / Josiah Nicklas
Utan úr heimi 2. desember 2024

Faraldur í Evrópu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stjórnvöld í Evrópu hafa aukið viðbúnað vegna fjölgunar tilfella fuglaflensu.

Útbreiðsla fuglaflensu hefur aukist í byrjun vetrar þar sem villtir farfuglar bera veiruna með sér. Smitefnin geta komist í snertingu við alifugla, en í Austurríki hefur þurft að skera niður 200 þúsund fugla vegna útbreiðslu sóttarinnar á stóru búi. Herinn var kallaður til vegna umfangs aðgerðanna, en koma þurfti upp sótthreinsilaugum til þess að hreinsa vinnuvélar og tæki á búinu. Frá þessu greinir Poultry World.

Í Frakklandi hefur verið greint frá sex tilfellum fuglaflensu á alifuglabúum, tveimur hjá fuglum í haldi og hefur sóttin greinst hjá tíu villtum fuglum sem hafa drepist. Frönsk stjórnvöld hafa þrýst á bólusetningu alifugla, en veiran hefur samt sem áður greinst á tveimur búum þar sem fuglarnir hafa verið sprautaðir.

Í byrjun nóvember greindist fuglaflensa á bresku kjúklingabúi með 20.000 fuglum. Það er fyrsta tilfelli flensunnar í alifuglarækt þar í landi síðan í febrúar á þessu ári. Breskir alifuglabændur eru hvattir til að grípa til aðgerða til þess að verja fuglana sína. Talið er mjög líklegt að villtir fuglar verði fyrir barðinu á veikinni en á fuglabúum þar sem sóttvarnir eru í lagi er áhættan lítil.

Faraldurinn er sérstaklega skæður í Ungverjalandi, en þar var greint frá 30 tilfellum í fyrstu viku nóvembermánaðar. Flest tilfellin voru hjá foie-gras framleiðendum með endur eða gæsir í sunnanverðu og austanverðu landinu.

Skylt efni: fuglaflensa

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Hrossin eiga hug þeirra allan
30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Hettutrefill
5. febrúar 2025

Hettutrefill

Unnsteinn Mói
5. nóvember 2025

Unnsteinn Mói

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f