Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Farfuglar breiða með sér fuglaflensu.
Farfuglar breiða með sér fuglaflensu.
Mynd / Josiah Nicklas
Utan úr heimi 2. desember 2024

Faraldur í Evrópu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stjórnvöld í Evrópu hafa aukið viðbúnað vegna fjölgunar tilfella fuglaflensu.

Útbreiðsla fuglaflensu hefur aukist í byrjun vetrar þar sem villtir farfuglar bera veiruna með sér. Smitefnin geta komist í snertingu við alifugla, en í Austurríki hefur þurft að skera niður 200 þúsund fugla vegna útbreiðslu sóttarinnar á stóru búi. Herinn var kallaður til vegna umfangs aðgerðanna, en koma þurfti upp sótthreinsilaugum til þess að hreinsa vinnuvélar og tæki á búinu. Frá þessu greinir Poultry World.

Í Frakklandi hefur verið greint frá sex tilfellum fuglaflensu á alifuglabúum, tveimur hjá fuglum í haldi og hefur sóttin greinst hjá tíu villtum fuglum sem hafa drepist. Frönsk stjórnvöld hafa þrýst á bólusetningu alifugla, en veiran hefur samt sem áður greinst á tveimur búum þar sem fuglarnir hafa verið sprautaðir.

Í byrjun nóvember greindist fuglaflensa á bresku kjúklingabúi með 20.000 fuglum. Það er fyrsta tilfelli flensunnar í alifuglarækt þar í landi síðan í febrúar á þessu ári. Breskir alifuglabændur eru hvattir til að grípa til aðgerða til þess að verja fuglana sína. Talið er mjög líklegt að villtir fuglar verði fyrir barðinu á veikinni en á fuglabúum þar sem sóttvarnir eru í lagi er áhættan lítil.

Faraldurinn er sérstaklega skæður í Ungverjalandi, en þar var greint frá 30 tilfellum í fyrstu viku nóvembermánaðar. Flest tilfellin voru hjá foie-gras framleiðendum með endur eða gæsir í sunnanverðu og austanverðu landinu.

Skylt efni: fuglaflensa

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...