Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Falskt öryggi
Skoðun 1. september 2015

Falskt öryggi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það er sannarlega þörf á að vera vakandi í umferðinni, ekki síst ef umferðaryfirvöld virðast ekki fylgja eftir þeim reglum sem hér eiga að gilda. 
 
Oft heyrir maður gagnrýnt að bændur séu að þvælast á dráttarvélum sínum úti í umferðinni einmitt þegar þéttbýlisbúar eru mest á ferðinni yfir sumartímann í sínum sumarleyfum. Þá virðast menn lítt taka tillit til þess að grasið sprettur bara á sumrin og heyskapur kallar á umferð dráttarvéla á milli túna. Undirritaður veit þó ekki betur en bændur forðist eins og hægt er að ferja vinnuvélar á milli svæða yfir hádaginn, heldur nýti fremur kvöld og nætur til þess. Eiga þeir upp til hópa sannarlega heiður skilið fyrir tillitssemina. 
 
Það er aftur á móti annað mál sem varðar öryggi vegfarenda sem stingur í augu og varðar kannski enn frekar þéttbýlisbúa og aðra þar sem umferðin er mest. Þar er um að ræða dagsljósabúnað ökutækja. 
Evrópuvaktin tilkynnti það með viðhöfn í ágúst 2011 að nýir bílar og litlir flutningabílar, sem smíðaðir eru hjá evrópskum framleiðendum, verða með sjálfvirkum dagsljósabúnaði frá og með mánudegi 7. febrúar sama ár. Var þetta sagt liður í aðgerðum framkvæmdastjórnar ESB til að auka umferðaröryggi. Vitnað var í Antonio Tajani, iðnaðarmálastjóra ESB, sem sagði að þetta yrði ekki aðeins til að auka öryggi heldur einnig til að draga úr orkunotkun ökutækja og CO2 útblæstri. Virðist sem síðan hafi ríkt algjört sinnuleysi hjá íslenskum umferðaryfirvöldum varðandi þennan búnað, enda allt sem frá ESB kemur væntanlega Guði þóknanlegt. 
 
Nú eru í umferðinni fjöldinn allur af nýjum og nýlegum bílum sem eru með svokallaðan dagsljósabúnað. Gallinn er bara sá að hann kveikir einungis á stöðuljósum framan á bílunum, en ekki að aftan. Stöðuljós eru eðli samkvæmt dauf ljós og virka því alls ekki til að vekja athygli á bílnum úti á vegum í dagsbirtu. Er þetta sérlega bagalegt á malarvegum þar sem rykmökkur liggur yfir í mikilli umferð. Fólk treystir á sjálfvirknina, en áttar sig ekki á hvað stöðuljósin eru dauf. Þá áttar það sig heldur ekki á að aftan á bílunum eru engin ljós og í myrkri skapar þetta stórkostlega hættu.  
 
Dagsljósabúnaðurinn sem nú er  á mörgum nýjum bílum virðist hugsunarlaust samþykktur af íslenskum umferðaryfirvöldum þótt hann uppfylli alls ekki þær kröfur sem gerðar voru af sömu yfirvöldum fyrir mörgum árum. Þess í stað er lögð mikil áhersla á, m.a. af skoðunarstöðvum, að ýmislegt annað sé í fullkomnu lagi, eins og númeraljós aftan á bílum. Er ekki kominn tími til að tekið sé á þessu máli áður en stórslys hljótast af?
Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...