Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Falsfréttir af Galla frá Hesti og fénu í Botnum
Á faglegum nótum 15. júlí 2022

Falsfréttir af Galla frá Hesti og fénu í Botnum

Höfundur: Eyþór Einarsson, ráðunautur búfjárræktar- og þjónustusviðs

Það er allavega eitt sem sæðingastöðvahrúturinn Galli frá Hesti á sameiginlegt með kindunum í Botnum í Meðallandi.

Eyþór Einarsson

Það er að rangar DNA niðurstöður hafa komið þeim í fréttir. Galli frá Hesti sem upphaflega var tekinn inn á sæðingastöð á þeim forsendum að hann hefði hlutlausa arfgerð hlaut þann dóm í vetur að hann væri með áhættuarfgerð. Kom það fram þegar nokkrir sæðingahrútar voru endurgreindir til að fá ýtarlegri niðurstöður um arfgerðir þeirra.

Nú hefur komið í ljós að hrúturinn er sannarlega hlutlaus og því enginn gallagripur líkt og um tíma var talið.

Varðandi kindurnar í Botnum, þá leit út fyrir að þar hefðu fundist þrír gripir með arfgerðina T137. Hinsvegar eftir endurteknar sýnatökur þar á bæ fannst aldrei neitt meira af þessari arfgerð. Skýringin reyndist sú að upplýsingarnar um þessar þrjár kindur sem upphaflega voru greindar með T137 voru rangar. Í báðum tilfellum verða mannleg mistök á tilraunastofunum þar sem sýnin eru greind þess valdandi að rangar niðurstöður eru gefnar upp fyrir þessa gripi. Nú kann einhver að spyrja – hversu áreiðanlegar eru þessar DNA niðurstöður? Því má til svara að mannleg mistök geta alltaf átt sér stað og þetta ferli sem saman stendur af sýnatöku, skráningum, greiningu og útgáfu niðurstaðna er ekki yfir það hafið að eitthvað geti farið úrskeiðis. Mjög litlar líkur eru á því að greiningin sjálf klikki. í því samhengi má nefna að DNA greiningar hafa um margra ára skeið verið notaðar bæði í hrossarækt og nautgriparækt til að staðfesta ætterni gripa með góðum árangri.

Með þeim endurbótum sem nú er verið að gera á skýrsluhaldsforritinu Fjárvísi verður mjög aðgengilegt að skoða arfgerðir m.t.t. ættartengsla og ætlunin er að Fjárvís geri jafnframt athugasemd ef arfgerðargreining foreldris og afkvæmis stemma ekki saman. Í þessum gríðarlega umfangsmiklu arfgerðargreiningum sem verið er að framkvæma í sauðfjárræktinni mátti búast við að einhverjar villur kæmu fram en enn sem komið er virðast þær mjög sjaldgæfar.
Hér með er það harmað að rangar upplýsingar hafi verið settar fram og hlutaðeigendur beðnir velvirðingar. Það er synd að T137 hafi ekki fundist í Botnum en sannarlega ánægulegt að Galli geti haldið áfram veru sinni á sæðingastöð þar sem ýmsar ábendingar hafa heyrst af fallegum lömbum undan honum í vor.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...