Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur­félags Suðurlands.
Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur­félags Suðurlands.
Fréttir 14. janúar 2021

Fallið frá verðbreytingu til lækkunar á verði nautgripa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sláturfélag Suðurlands hefur endurmetið forsendur verðlækkunar á nautgripum sem átti að taka gildi 18. janúar næstkomandi og ákveðið að falla frá lækkuninni.

Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur­félags Suðurlands, segir að staða á kjötmarkaði sé erfið og miklar birgðir til. „Birgðir af dilkakjöti í lok nóvember voru 900 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Það eru ekki til opinberar upplýsingar um nautakjötsbirgðir í landinu þar sem afurðastöðvarnar gefa þær ekki upp.“
Hann segir að í heildina sé samdráttur á kjötmarkaði og að heildarneysla á kjöti í landinu hafi minnkað og innflutningur á nautakjöti líka í tengslum við COVID-19.

Steinþór segir að ákvörðun SS um að draga verðbreytinguna til baka byggi á mörgum ólíkum forsendum. „Svona ákvörðun byggir á mörgum ólíkum þáttum eins og rekstrarleg staða, væntingar um þróun á markaði og að sjálfsögðu skipta viðhorf bænda máli líka og svo skipta menn um skoðun ef forsendur breytast. Okkar skoðun núna, eftir að hafa endurmetið forsendurnar, er að falla frá verðbreytingunni,“ segir Steinþór.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...