Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fallegur og hlýlegur kragi
Hannyrðahornið 24. janúar 2023

Fallegur og hlýlegur kragi

Höfundur: Margrét, Þingborg

Þennan fallega kraga má nota við ýmis tækifæri; til þess að halda á sér hita, upp á punt eða jafnvel bæði.

Stærðir: S M-L

Efni og áhöld:

Þingborgarlopi og litað Þingborgarband 70 gr tvöfaldur lopi í aðallit

15 gr tvíband litur 1
12 gr tvíband litur 2
8 gr tvíband litur 3
20 gr tvöfaldur lopi litur 4
2 tölur

Ef notaður er lopi frá Ístex verður að gæta að prjónafestu,ekki er sami grófleiki á honum og á Þingborgarlopanum og bandinu.

Hringprjónar nr 5, 60 og 80 cm langir

Prjónfesta:
15l og 25umf í sléttu prjóni = 10x10cm

Önnur prjónastærð getur hentað, allt eftir því hvort prjónað er fast eða laust, finnið það út með því að prjóna prufu. Lesið alla uppskriftina áður en byrjað er.

Kraginn:

Fitjið upp á langa prjóninn 176-184 l í lit 1. Prjónið 4 umf brugðnar, eða prjónið þær slétt og snúið svo við svo hin hliðin snúi út. Prjónið mynstur 1 eftir teikningu og takið úr eins og sýnt er. Endið á einni umf í aðallit og takið úr til viðbótar jafnt yfir umferðina svo eftir verði 74-82 l. Prjónið í aðallit mynstur 2 fram og til baka og setjið 2 hnappagöt á annan boðunginn með því að slá upp á prjóninn og prjóna síðan 2 lykkjur saman strax á eftir. Fyrstu 4 og 4 síðustu lykkjurnar eru garðaprjón. Prjónið 8-9 sm og endið á 4 umf sl með lit 1, fellið af frekar laust. Gangið frá öllum endum og setjið tölurnar á hinn boðunginn til móts við hnappagötin.

Þvottur:

Þvoið kragann í volgu vatni með góðri ullarsápu eða sjampói. Skolið vel, kreistið vatnið vel úr og leggið á handklæði til þerris.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...