Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fallegar mæðgur í Svarfaðardal
Mynd / Gunnhildur Gylfadóttir
Líf og starf 23. desember 2020

Fallegar mæðgur í Svarfaðardal

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Við höfum mjög gaman af litafjölbreytileikanum í kúastofninum okkar.  Grátt og sægrátt er sjaldgæft en við eigum oftast nokkrar kýr og kvígur í þeim litum,“ segir Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á bænum Steindyr í Svarfaðardal, en hún og maður hennar, Hjálmar Herbertsson, reka þar myndarlegt bú.

„Partur af ástæðunni er að við notum oft grá heimanaut sem gefa þá hærra hlutfall af þessum litum hjá kálfunum en sæðisnautin.  Svo er maður misheppinn hvort koma naut eða kvígur.Við eigum núna fimm kýr og eina kvígu í þessum litum og þrjú naut. Vonandi er eitt nautið þessa dagana að setja gráa kálfa í kvíguhópinn sem hann er í.“

Hjónin settu nýlega þessa flottu mynd á Facbook af kúnni Gránu, sem bar nýlega þessum fallega kvígukálfi. Grána er undan gráu heimanauti, Laxa, sem Gunnhildur og Hjálmar fengu á Laxamýri hjá þeim Atla og Sif, sem eru sérlegir áhugamenn um gráar og sægráar kýr eins og þau.  

Þetta var fimmti kálfur Gránu og eina kvígan en faðir kvígunnar er Sjarmi. Hún hefur ekki enn þá fengið nafn. 

„Við erum aðallega með kýr, tæplega 360 þúsund lítra greiðslumark, en einnig með 100 kindur, hesta, geitur og þessi venjulegu húsdýr, hunda ketti, kanínur og naggrísi,“ segir Gunnhildur aðspurð um búskapinn á bænum. 

Skylt efni: íslenskar kýr | kúalitir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...