Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fallegar mæðgur í Svarfaðardal
Mynd / Gunnhildur Gylfadóttir
Líf og starf 23. desember 2020

Fallegar mæðgur í Svarfaðardal

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Við höfum mjög gaman af litafjölbreytileikanum í kúastofninum okkar.  Grátt og sægrátt er sjaldgæft en við eigum oftast nokkrar kýr og kvígur í þeim litum,“ segir Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á bænum Steindyr í Svarfaðardal, en hún og maður hennar, Hjálmar Herbertsson, reka þar myndarlegt bú.

„Partur af ástæðunni er að við notum oft grá heimanaut sem gefa þá hærra hlutfall af þessum litum hjá kálfunum en sæðisnautin.  Svo er maður misheppinn hvort koma naut eða kvígur.Við eigum núna fimm kýr og eina kvígu í þessum litum og þrjú naut. Vonandi er eitt nautið þessa dagana að setja gráa kálfa í kvíguhópinn sem hann er í.“

Hjónin settu nýlega þessa flottu mynd á Facbook af kúnni Gránu, sem bar nýlega þessum fallega kvígukálfi. Grána er undan gráu heimanauti, Laxa, sem Gunnhildur og Hjálmar fengu á Laxamýri hjá þeim Atla og Sif, sem eru sérlegir áhugamenn um gráar og sægráar kýr eins og þau.  

Þetta var fimmti kálfur Gránu og eina kvígan en faðir kvígunnar er Sjarmi. Hún hefur ekki enn þá fengið nafn. 

„Við erum aðallega með kýr, tæplega 360 þúsund lítra greiðslumark, en einnig með 100 kindur, hesta, geitur og þessi venjulegu húsdýr, hunda ketti, kanínur og naggrísi,“ segir Gunnhildur aðspurð um búskapinn á bænum. 

Skylt efni: íslenskar kýr | kúalitir

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...