Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sumarbústaður þeirra Brynju og Tolla í Vallarhjáleigu.
Sumarbústaður þeirra Brynju og Tolla í Vallarhjáleigu.
Mynd / MHH
Fréttir 24. júní 2015

Falið leyndarmál með forvitnilegum smámunum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Auðvitað erum við stórskrýtin að vera að safna öllu þessu drasli en við erum líka yndisleg, það geta ekki allir verið eins,“ segir Brynja Dagbjartsdóttir frá Gljúfurárholti í Ölfusi skellihlæjandi. 
 
Hún og maður hennar, Þorleifur Sigurðsson úr Reykjavík, kallaður Tolli, eru með sumarbústað í Vallarhjáleigu í Flóahreppi þar sem þau eru með glæsilegt smámunasafn þar sem hægt er að gleyma sér í margar klukkustundir við að skoða hlutina. „Þetta er drasl, við byrjuðum að safna þegar við vorum að ferðast til útlanda, fingurbjörg hér og fingurbjörg þar, skeiðar og svo framvegis og framvegis. Þegar við sáum að það var ekki pláss fyrir alla þessa muni í húsinu okkar í Reykjavík fluttum við dótið með okkur í sumarbústaðinn og  síðan hefur bæst við og við. Börnin okkar banna okkur að safna meira, nú er komið nóg segja þau,“ segir Brynja. Safnið er ekki opið fyrir almenning en þau taka þó á móti hópum og vinafólki en bæði eru þau mjög gestrisin og finnst fátt skemmtilegra en að spjalla við fólk um hlutina sína.
 
 

3 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...