Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sumarbústaður þeirra Brynju og Tolla í Vallarhjáleigu.
Sumarbústaður þeirra Brynju og Tolla í Vallarhjáleigu.
Mynd / MHH
Fréttir 24. júní 2015

Falið leyndarmál með forvitnilegum smámunum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Auðvitað erum við stórskrýtin að vera að safna öllu þessu drasli en við erum líka yndisleg, það geta ekki allir verið eins,“ segir Brynja Dagbjartsdóttir frá Gljúfurárholti í Ölfusi skellihlæjandi. 
 
Hún og maður hennar, Þorleifur Sigurðsson úr Reykjavík, kallaður Tolli, eru með sumarbústað í Vallarhjáleigu í Flóahreppi þar sem þau eru með glæsilegt smámunasafn þar sem hægt er að gleyma sér í margar klukkustundir við að skoða hlutina. „Þetta er drasl, við byrjuðum að safna þegar við vorum að ferðast til útlanda, fingurbjörg hér og fingurbjörg þar, skeiðar og svo framvegis og framvegis. Þegar við sáum að það var ekki pláss fyrir alla þessa muni í húsinu okkar í Reykjavík fluttum við dótið með okkur í sumarbústaðinn og  síðan hefur bæst við og við. Börnin okkar banna okkur að safna meira, nú er komið nóg segja þau,“ segir Brynja. Safnið er ekki opið fyrir almenning en þau taka þó á móti hópum og vinafólki en bæði eru þau mjög gestrisin og finnst fátt skemmtilegra en að spjalla við fólk um hlutina sína.
 
 

3 myndir:

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...