Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Meirihluti erfðanefndar landbúnaðarins komst að þeirri niðurstöðu að innflutningurinn myndi auka líkur á erfðablöndun við íslenska hænsnastofninn.
Meirihluti erfðanefndar landbúnaðarins komst að þeirri niðurstöðu að innflutningurinn myndi auka líkur á erfðablöndun við íslenska hænsnastofninn.
Mynd / Kristín Friðriksdóttir
Fréttir 14. febrúar 2024

Fær ekki innflutningsleyfi fyrir tvo hænsnastofna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna umsókn um innflutningsleyfi fyrir tvo hænsnastofna.

Í apríl árið 2022 fékk Matvælastofnun umsókn um innflutningsleyfi til þess að flytja inn 60 frjó hænsnaegg frá norska genabankanum, í þeim tilgangi að koma á fót litlu ræktunarbúi og selja hænur af þeim hænsnastofni til þeirra sem hafa áhuga á að stunda smábúskap og halda bakgarðshænur sem gæludýr og til eigin eggja- og kjötframleiðslu.

Matvælastofnun óskaði eftir umsögn frá erfðanefnd landbúnaðarins vegna umsóknarinnar. Erfðanefnd landbúnaðarins fjallaði um málið en komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu. Meirihlutinn taldi að innflutningurinn myndi auka líkur á erfðablöndun við íslenska hænsnastofninn og þar með útþynningu hans og gæti einnig skapað aukna samkeppni við íslensku landnámshænuna sem gæti leitt til fækkunar stofnsins, sem væri viðkvæmur og bæri að vernda eftir fremsta megni. Álit minnihlutans var hins vegar það að ólíklegt væri að íslenskum erfðaauðlindum í landbúnaði stafaði ógn af þeim stofnum sem flytja ætti inn. Matvælastofnun ákvað að hafna umsókn um innflutning vegna neikvæðra umsagna meirihlutans þann 1. desember 2022.

Umsækjandi kærði ákvörðunina þá til matvælaráðuneytisins. Taldi hann að Matvælastofnun hefði ekki virt stjórnarskrárbundin réttindi hans til atvinnu og hafi misbeitt valdi sínu við afgreiðslu málsins. Matvælastofnun taldi hins vegar ekki tilefni til þess að víkja frá áliti erfðanefndar landbúnaðarins, sem hefur lögbundna aðkomu að afgreiðslu umsóknar um leyfi til innflutnings af þessu tagi.

Þá er bent á það í úrskurðinum að hvergi í lögum og reglugerðum komi fram að umsögn erfðanefndar landbúnaðarins þurfi að vera einróma í slíkum málum. Því kemst matvælaráðuneytið að þeirri niðurstöðu að Matvælastofnun hafi verið heimilt að byggja mat sitt á umsókninni um innflutningsleyfi á umsögn meirihluta nefndarinnar.

Því staðfestir ráðuneytið ákvörðun Matvælastofnunar með úrskurði sem kveðinn var upp þann 16. janúar síðastliðinn.

Skylt efni: hænsnahald

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...