Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Fæðingargallar, krabbamein og getuleysi
Fréttir 11. desember 2014

Fæðingargallar, krabbamein og getuleysi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hormónaraskandi efni finnast í lágum styrk í fjölda venjulegra heimilisvara. Efnin geta haft áhrif á hormónakerfi líkamans. Áhrif þeirra eru margvísleg, allt frá fæðingargöllum af ýmsu tagi og efnaskiptavandamálum til krabbameina.

Efnin geta einnig haft áhrif á þroska fóstra í móðurkviði frá getnaði til myndunar fullþroska nýbura sem og á kynþroska barna og unglinga. Hormónaraskandi efni hafa einnig víðtæk áhrif í umhverfinu og á öll spendýr, en mest er athyglin á skaðsemi þeirra á sæðisframleiðslu karla, kyngetu og krabbameina í eistum, blöðruhálskirtli og brjóstum.

Móta aðgerðir til að stemma stigu
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur fyrir hönd umhverfisráðherra á Norðurlöndum, sent framkvæmdastjórum umhverfis-, heilsu- og neytendamála hjá Evrópusambandinu hvatningu um að móta aðgerðir til að stemma stigu við hormónaraskandi efnum í vinnu við áætlun um eiturefnalaust umhverfi árið 2018. Þetta er gert til að fylgja eftir nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem áhrif efnanna eru greind og mat lagt á hvað það kostar samfélagið að hafast ekki að til að fyrirbyggja og draga úr notkun þeirra.

Til umræðu á fundi norræna umhverfisráðherra
Málið var til umræðu á fundi norrænu umhverfisráðherranna og var niðurstaða ráðherranna  sú að fela Sigurði Inga, sem formanni norræna ráðherraráðsins í umhverfismálum, að senda bréf varðandi það. Í þeim er hvatt til þess að Evrópusambandið grípi til aðgerða til að draga úr notkun og áhrifum hormónaraskandi efna.

Horft til áhrifa efnanna á kynheilsu karla
Í skýrslunni kemur fram að árlegur kostnaður Evrópuríkja af veikindaleyfum og auknu álagi á heilbrigðiskerfið vegna áhrifa hormónaraskandi efna nemi að minnsta kosti 4,5 milljörðum danskra króna.  Í skýrslunni er sérstaklega horft til áhrifa efnanna á kynheilsu karla svo sem krabbameins í eistum, ófullnægjandi sæðisgæða og tveggja tiltekinna fæðingargalla í kynfærum sveinbarna. Eru þá ótalin ýmis önnur áhrif efnanna á heilsu karla og kvenna.

Skýrsla norrænu ráðherranefndarinnar um hormónatruflandi efni – The Cost of Inaction    
 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...