Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fugl á Ítalíu.
Fugl á Ítalíu.
Mynd / Kai Rohweder–Unsplash
Utan úr heimi 25. apríl 2023

Fá viðlagastuðning vegna fuglaflensu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ítalskir bændur fá 27,2 milljónir evra í bætur frá ESB vegna 294 tilfella fuglaflensu haustið 2021.

Faraldur gekk um nokkur héruð á Ítalíu milli 23. október til 31. desember 2021. Stjórnvöld gripu umsvifalaust til mikilla smitvarna til að halda aftur af útbreiðslu sóttarinnar, en þær leiddu jafnframt til mjög minnkaðrar innkomu. Bændur sem voru með kjúklingaeldi, eggjaframleiðslu, kalkúna, endur og perluhænsn urðu fyrir mestum áhrifum. Tjónið fólst helst í ónýtum vörum eða að þær væru færðar niður um gæðaflokk.

Eftir formlega beðni frá ítölskum stjórnvöldum komst Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að þeirri niðurstöðu að ESB myndi standa undir helmingi þess kostnaðar sem ítölsk stjórnvöld hafa lagt út til að styðja við bændur á þeim svæðum sem verst voru útsett. Einungis bændur á fyrir fram ákveðnum svæðum eiga heimtingu á fjárstuðningi fyrir tjón sem gerðust í lok árs 2021. Greiðslurnar munu koma úr varasjóði landbúnaðarins og eiga að skila sér í lok september á þessu ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Skylt efni: fuglaflensa

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f