Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Íslenskir smátómatar eru yfirleitt seldir í plastbökkum, bæði til að vernda vöruna og aðgreina hana frá öðrum.
Íslenskir smátómatar eru yfirleitt seldir í plastbökkum, bæði til að vernda vöruna og aðgreina hana frá öðrum.
Mynd / Sölufélag garðyrkjumanna
Lesendarýni 11. júlí 2025

Evrópa bannar minni plastumbúðir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hjá Evrópusambandinu er unnið að nýjum umbúðareglugerðum sem miða að takmörkun á plastnotkun. Grænmetisbændur segja ákvæði reglugerðarinnar koma sér illa.

Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, telur að matarsóun muni aukist ef plastumbúðir verða bannaðar.

Nokkuð óljóst er hvernig endanleg útfærsla reglugerðarinnar verður, en ein helsta breytingin sem lögð hefur verið fram er bann við notkun plastumbúða fyrir einingar minni en 1,5 kílógrömm. Þetta hefði mikil áhrif á íslenska garðyrkjubændur, því að þeir aðgreina vörur sínar og viðhalda gæðum með því að pakka í minni einingar fyrir neytendur. Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, er mjög gagnrýninn á þetta mál. „Grunnurinn í reglugerðinni, þar sem er bannað að setja ávexti og grænmeti í plastumbúðir sem eru undir einu og hálfu kílógrammi, stríðir gegn öðrum reglugerðum þar sem gerð er krafa um rekjanleika, lotumerkingar og upprunamerkingar á vörum. Neytendur vita þá ekki hvað þeir eru að kaupa eða hvaðan varan kemur.

Útgangspunkturinn í íslenskri garðyrkju í yfir tvo áratugi hefur verið að tryggja rekjanleika og að neytandinn viti hvaðan varan kemur við kaup. Ef þessi reglugerð verður innleidd verður algjörlega útilokað mál að starfa í íslenskri garðyrkju ef það er ekki hægt að aðgreina vöruna við sölu,“ segir Gunnlaugur.

Allt grænmeti yrði í lausu

„Þetta hefði þau áhrif að það þyrfti að selja allt grænmeti í lausu og væri þá allur gangur á því hvort þetta væri rétt merkt. Þá yrði þetta mjög flókið mál fyrir kassakerfi verslana og sjálfsafgreiðslulausnir.“ Gunnlaugur bætir við að hægt sé að leysa úr þessu með einstaka tegundir af grænmeti, en oft geti þetta verið mjög flókið. „Þú ert kannski með tíu tegundir af smátómötum, og hvernig á að halda utan um þá? Við erum ekki að fara að selja smátómata í eins og hálfs kílóa umbúðum.

Svo kemur inn í þetta umræðan um matarsóun. Tökum sem dæmi sveppi, en það er galið að selja þá einvörðungu í lausu. Þeir eru í umbúðum sem eru sérhannaðar til þess að vernda vöruna og án þeirra myndu þeir skemmast mjög hratt.“

Vörurnar yrðu af lakari gæðum

„Fyrir spergilkál og blómkál erum við með sérstaka plastfilmu sem andar með ákveðnum hætti sem lengir líftíma vörunnar,“ segir Gunnlaugur. Með þessum umbúðum hefur tekist að koma nánast í veg fyrir að grænmetið skemmist í verslunum og er líftími þess góður eftir að grænmetið er komið í ísskáp hjá neytendum. Við höfum verið að pakka rófum í plast og þær haldast ferskar í margar vikur í ísskáp, á meðan nýuppteknar rófur rýrna um 25 prósent á fyrstu tíu dögunum ef þeim er ekki pakkað.

Ég legg til að við finnum bestu lausnina fyrir hverja vöru fyrir sig. Ef það er plast eða pappi skulum við hafa það endurvinnanlegt og að þetta fari í réttar förgunarleiðir. Plast sem fer í réttan farveg er að okkar mati alls ekki slæmur kostur, sérstaklega þegar horft er á ávinninginn sem er á móti. Þá er ekki mikið magn af plasti sem fer í hverjar umbúðir.

Ef aðrar lausnir en plast koma munum við að sjálfsögðu nýta þær, því það er er alltaf ákveðinn kostnaður og vinna sem fer í það að pakka vörunni,“ segir Gunnlaugur, en eins og staðan er núna viti hann ekki af augljósum arftaka plastsins. „Ávinningurinn af notkun plasts er mjög mikill og matarsóunin sem þessi reglugerð myndi leiða af sér yrði gríðarleg og neytendur fengju vörur af lakari gæðum.“

Nýjar kartöflur á leiðinni

Gunnlaugur gerir ráð fyrir að ný uppskera af kartöflum komi í verslanir í lok næstu viku. Tímasetningin er ágæt, því að uppskera síðasta árs var að klárast fyrir skemmstu. „Það lítur mjög vel út með uppskeru þó svo að það hafi komið frostakafli í vor. Við horfum fram á að þetta verði frábært ár fyrir alla útirækt og að vörurnar komi snemma á markað.

Nýju kartöflurnar eru viðkvæmar fyrstu vikurnar af uppskeru og við setjum þær í 700 gramma umbúðir. Þetta er ekki hugsað til þess að geyma í ísskáp, heldur er þetta bara ein suða og merkjum við pokana sérstaklega. Þá er gaman að segja frá því að þær kartöflur og rófur sem við höfum verið að selja alveg fram undir þetta voru af ótrúlega flottum gæðum,“ segir Gunnlaugur.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...