Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eru bleikir gráðostar á næsta leiti?
Utan úr heimi 10. júlí 2024

Eru bleikir gráðostar á næsta leiti?

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sveppurinn Penicillium roqueforti er notaður við framleiðslu á gráðosti.

Lengi var ekki vitað fyrir víst hvernig nákvæmlega hinn einstaki blágræni litur ostsins myndaðist.

Vísindamenn við enska Nottingham-háskólann telja sig nú, í kjölfar undangenginna rannsókna, þekkja til hlítar hvernig hin klassíska blágræna æð gráðostsins myndast og segjast geta stjórnað litum mygluæðanna. Scientific Eruopean greinir frá. Sveppurinn Penicillium roqueforti er notaður um allan heim við framleiðslu á bláæðaostum eins og Stilton, Roquefort og Gorgonzola. Sveppurinn gegnir mikilvægu hlutverki í þróun bragðs og áferðar með ensímvirkni sinni. Einkennandi bláæðaútlit ostsins er vegna litarefnis gróa sem myndast í holrýmum ostsins. Hinn einstaki blágræni litur ostsins er sagður skipta miklu máli í viðskiptum með hann.

Hins vegar var erfðafræðilegur/ sameindagrundvöllur grólitarefnis P. roqueforti ekki að fullu þekktur fyrr en teymi Nottingham-háskólans tókst, með hjálp lífupplýsingafræði og sameindalíffræðitækni, að bera kennsl á kanóníska DHN-melanín-lífmyndunarferilinn. Var það á grunni þess að tilvist og hlutverk DHN- melaníns-lífmyndunarferilsins í Aspergillus fumigatus (Súlufrugga, myglusveppur með blágrænum gróhausum) eru þegar þekkt.

Með því að girða fyrir umrætt lífmyndunarferli á mismunandi tímaskeiði myndunar þess bjó rannsóknarteymið til fjölbreytt úrval sveppastofna með nýjum litum.

Segja vísindamennirnir að nota megi nýju sveppastofnana til að búa til gráðost með mismunandi litum, svo sem hvítan, gulgrænan, rauðbrúnan, bleikan, ljósbláan og dökkbláan.

Enn fremur könnuðu þeir nýju stofnana með tilliti til bragðs og komust að því að bragðið af nýju stofnunum var mjög svipað upprunalegu bláu stofnunum sem þeir voru fengnir úr. Hins vegar leiddu bragðprófanirnar í ljós að hver litur hafði mismunandi áhrif á bragðskynið.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...