Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir frá Erpsstöðum í Dalabyggð.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir frá Erpsstöðum í Dalabyggð.
Mynd / Helga Dögg
Fréttir 4. apríl 2023

Erpsstaðabændur hljóta landbúnaðarverðlaunin

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaráðherra afhenti Helgu Elínborg Guðmundsdóttur og Þorgrími Einari Guðbjartssyni landbúnaðarverðlaunin í ár. Þetta er í 25. skipti sem ráðherra landbúnaðarmála veitir verðlaunin frá 1997.

Í ár var í fyrsta skiptið óskað eftir tilnefningum til verðlaunanna og bárust sex talsins. Óskað var eftir tilnefningum um bændabýli, önnur landbúnaðarfyrirtæki eða félög sem talin eru hafa verið á einhvern hátt til fyrirmyndar í íslenskum landbúnaði á næstliðnu ári. Við valið var litið til þátta eins og frumkvöðlastarfs, nýjunga í starfsháttum eða annars árangurs sem gæti verið öðrum til fyrirmyndar í landbúnaði, svo sem á sviði umhverfisstjórnunar, loftslagsmála, ræktunarstarfs og annarra þátta í starfseminni. Helga Elínborg og Þorgrímur Einar hafa búið á Erpsstöðum í Dalabyggð í 25 ár. Í ræðu sinni sagði Svandís Svavarsdóttir þau hafa alla tíð ástundað búskap sinn af forsjá og áhuga. „Á þessum árum hafa þau eflt búið verulega, aukið ræktað land, fjölgað kúm og framleiðslu afurða. Auk þess hafa þau stundað fjölbreytta starfsemi á bænum. Má þar nefna að þau voru meðal fyrstu bænda sem gerðu samning við Vesturlandsskóga um skógrækt á bændabýlum. Árið 2008 var byggt nýtt fjós og hófst þá heimavinnsla afurða árið eftir. Á Erpsstöðum er nú tekið á móti þúsundum ferðamanna á ári hverju sem geta kynnt sér íslenskan landbúnað og bragðað á vörum sem framleiddar eru á bænum undir vörumerkinu Rjómabúið á Erpsstöðum. Hjónin hafa einnig um árabil tekið á móti nemum í starfsnám frá landbúnaðarskólum í Evrópu.“

Verðlaunagripinn í ár hannaði Unndór Egill Jónsson. Verkið er gert úr íslensku kræklóttu birki og evrópskri hnotu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...