Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Er sannleikurinn sagna bestur?
Lesendarýni 16. mars 2023

Er sannleikurinn sagna bestur?

Höfundur: Ari Teitsson, fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands.

Í grein sem Tryggvi Felixson ritaði í Bændablaðið 23. febrúar sl. undir fyrirsögninni Sannleikurinn er sagna bestur, gerir hann athugasemdir við að Norðurál telji sig nota 100% endurnýjanlega raforku við alla framleiðslu.

Ari Teitsson.

Tryggvi bendir jafnframt á að reglur upprunaábyrgðarkerfs orku banni blekkingar.

Fyrir liggur að íslenska raforkukerfið er ekki tengt samtengdu raforkukerfi Evrópuþjóða og nær öll íslensk raforka er framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Því virðist augljós blekking að halda því fram að samtengt raforkukerfi Evrópuþjóða afhendi kaupendum hreina íslenska orku og einnig blekking að íslenska raforkukerfið geti afhent Norðuráli eða öðrum raforkukaupendum orku sem framleidd er með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku.

Tryggvi segir orðrétt: „Það er löngu tímabært að Landsvirkjun krefjist þess að Norðurál – það fyrirtæki sem nýtir 25% af raforku landsins – segi satt um uppruna þeirrar orku sem það nýtir í starfseminni.“

Það er þó eigi að síður augljóslega heilagur sann- leikur að Norðurál og önnur íslensk fyrirtæki nota nær eingöngu endurnýjanlega raforku í starfsemi sinni, enda ekki annarra kosta völ.

Að sá sannleikur sé sagna bestur virðist þó ekki sjálfgefið ef marka má umfjöllun Tryggva.

Skylt efni: raforka

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f