Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Er sannleikurinn sagna bestur?
Lesendarýni 16. mars 2023

Er sannleikurinn sagna bestur?

Höfundur: Ari Teitsson, fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands.

Í grein sem Tryggvi Felixson ritaði í Bændablaðið 23. febrúar sl. undir fyrirsögninni Sannleikurinn er sagna bestur, gerir hann athugasemdir við að Norðurál telji sig nota 100% endurnýjanlega raforku við alla framleiðslu.

Ari Teitsson.

Tryggvi bendir jafnframt á að reglur upprunaábyrgðarkerfs orku banni blekkingar.

Fyrir liggur að íslenska raforkukerfið er ekki tengt samtengdu raforkukerfi Evrópuþjóða og nær öll íslensk raforka er framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Því virðist augljós blekking að halda því fram að samtengt raforkukerfi Evrópuþjóða afhendi kaupendum hreina íslenska orku og einnig blekking að íslenska raforkukerfið geti afhent Norðuráli eða öðrum raforkukaupendum orku sem framleidd er með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku.

Tryggvi segir orðrétt: „Það er löngu tímabært að Landsvirkjun krefjist þess að Norðurál – það fyrirtæki sem nýtir 25% af raforku landsins – segi satt um uppruna þeirrar orku sem það nýtir í starfseminni.“

Það er þó eigi að síður augljóslega heilagur sann- leikur að Norðurál og önnur íslensk fyrirtæki nota nær eingöngu endurnýjanlega raforku í starfsemi sinni, enda ekki annarra kosta völ.

Að sá sannleikur sé sagna bestur virðist þó ekki sjálfgefið ef marka má umfjöllun Tryggva.

Skylt efni: raforka

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...