Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Höfundur: Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, þingmaður Norðausturkjördæmis og situr í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerða stjórnvöld mega grípa til að vernda minjar og landsvæði áður en framkvæmdir hefjast á viðkomandi svæði. Í þeim efnum verður ekki annað séð en að stjórnvöld gangi heldur freklega um eignarrétt fólks.

Jens Garðar Helgason.

Þegar ákveðið er að setja landsvæði á framkvæmda- áætlun – hefja þar einhverjar framkvæmdir – er það gert með tillögu frá fagráði hjá Náttúruminjastofnun, sem síðan er send til ráðherra. Því næst fer tillagan til Umhverfisstofnunar og þá er metið til hvaða nauðsynlegu verndarráðstafana þarf að grípa og kostnaður við þær. Að því loknu eru tillögurnar sendar til kynningar í tvo mánuði. Þá fyrst gefst landeigendum og sveitarfélögum kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Viðkomandi landsvæði eru í einkaeign og því vekur það furðu að áður en ráðist er í þessa umfangsmiklu vinnu sé ekki fyrst talað við landeigendur og leitað eftir sjónarmiðum þeirra og afstöðu. Sérstaklega í ljósi þess að ákvarðanir stjórnvalda kunna að verða íþyngjandi fyrir eigendur.

Ef jörð lendir til dæmis á svokölluðum B-hluta framkvæmdaáætlunar þá hefur það í för með sér kvaðir fyrir eigendur jarðanna. Þær eru m.a.:

1. Aðgæsluskylda.

2. Forðast rask.

3. Leyfisskylda vegna framkvæmda sem fela í sér rask.

4.Umsagnarskylda sveitarfélags vegna umsókna um framkvæmdaleyfi.

5. Bann við framkvæmdum. Ráðherra er heimilt að setja á tímabundið þriggja mánaða bann við framkvæmdum eða nýtingu sem geta skaðað verndargildi. Heimilt að lengja bannið með sérstakri ákvörðun, en ekki lengur en í 1 ár.

6.Samræming við skipulagsáætlanir. Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár, B-hluti, er bindandi við gerð skipulagsáætlana.

7. Forkaupsréttur ríkisins.

Það er augljóst að ofangreindar kvaðir eru í mörgu verulega íþyngjandi fyrir landeigendur. Hugsanlega sjá sumir landeigendur tækifæri í því að þeirra jarðir fari í slíkt ferli. Ætti það þá að vera þeirra val, kjósi þeir svo.

Hins vegar hlýtur það að vera skýr krafa að kjósi landeigandi að vera ekki á framkvæmdaáætlun, þá eigi að taka jörð hans af viðkomandi áætlun. Eignarrétturinn er friðhelgur eins og segir í stjórnarskrá og rask á honum takmarkast við ríka almanna- og öryggishagsmuni. Ekki verður séð að þau skilyrði séu fyrir hendi í framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár.

Íslenskir bændur hafa yrkt sitt land á sjálfbæran hátt í aldaraðir, löngu áður en hugtakið sjálfbærni varð til. Engum er betur til þess treystandi til að fara með, viðhalda og byggja upp sitt land en einmitt þeim sem fara með eignarhald og hafa hag af því að viðhalda því fyrir komandi kynslóðir.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...