Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Búast má við minna úrvali innfluttra ávaxta og grænmetis ef hnökrar verða á vöruflutningum hingað til lands.
Búast má við minna úrvali innfluttra ávaxta og grænmetis ef hnökrar verða á vöruflutningum hingað til lands.
Mynd / smh
Fréttir 26. mars 2020

Er fæðuöryggi okkar tryggt á tímum kórónuveirunnar?

Höfundur: ghp

Fæðuöryggi þjóðarinnar er umfjöllunarefni innslags á Hlöðunni - hlaðvarpi Bændablaðsins.

Við lifum á undarlegum tímum. Þjóðfélagið er að aðlagast nýjum raunveruleika, sem felur í sér lítinn sem engan samgang við annað fólk, sóttkví, jafnvel veikindi og almenna röskun á veruleikanum eins og við eigum að venjast honum. Eitt hefur þó ekki breyst - við þurfum að borða.

Í skugga kórónuveirunnar hafa borist fréttir af lokun landamæra, hnökrum í vöruflutningum og yfirvofandi framboðsskorti í matvörubúðum. Við verðum kannski örlítið hrædd og förum jafnvel að hamstra.

Í þessu innslagi er rætt við talsmenn tveggja mikilvægra hlekkja í framleiðslukeðju matvæla hér á landi. Annars vegar Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubónda og formann Bændasamtaka Íslands, og hins vegar Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar.

Við spyrjum: Er til nóg af mat? Geta frumframleiðendur hér á landi uppfyllt fæðuþörf þjóðarinnar? Getum við búist við einhverjum breytingum á framboði matvæla í verslunum?

Hægt er að hlusta á innslagið hér að neðan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...