Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Búast má við minna úrvali innfluttra ávaxta og grænmetis ef hnökrar verða á vöruflutningum hingað til lands.
Búast má við minna úrvali innfluttra ávaxta og grænmetis ef hnökrar verða á vöruflutningum hingað til lands.
Mynd / smh
Fréttir 26. mars 2020

Er fæðuöryggi okkar tryggt á tímum kórónuveirunnar?

Höfundur: ghp

Fæðuöryggi þjóðarinnar er umfjöllunarefni innslags á Hlöðunni - hlaðvarpi Bændablaðsins.

Við lifum á undarlegum tímum. Þjóðfélagið er að aðlagast nýjum raunveruleika, sem felur í sér lítinn sem engan samgang við annað fólk, sóttkví, jafnvel veikindi og almenna röskun á veruleikanum eins og við eigum að venjast honum. Eitt hefur þó ekki breyst - við þurfum að borða.

Í skugga kórónuveirunnar hafa borist fréttir af lokun landamæra, hnökrum í vöruflutningum og yfirvofandi framboðsskorti í matvörubúðum. Við verðum kannski örlítið hrædd og förum jafnvel að hamstra.

Í þessu innslagi er rætt við talsmenn tveggja mikilvægra hlekkja í framleiðslukeðju matvæla hér á landi. Annars vegar Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubónda og formann Bændasamtaka Íslands, og hins vegar Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar.

Við spyrjum: Er til nóg af mat? Geta frumframleiðendur hér á landi uppfyllt fæðuþörf þjóðarinnar? Getum við búist við einhverjum breytingum á framboði matvæla í verslunum?

Hægt er að hlusta á innslagið hér að neðan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum:

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...