Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vilmundur Hansen við hljóðnemann í hljóðveri Hlöðunnar.
Vilmundur Hansen við hljóðnemann í hljóðveri Hlöðunnar.
Mynd / Tjörvi Bjarnason
Líf og starf 29. október 2020

Er enn að læra

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Vilmundur Hansen, garðyrkju- og grasafræðingur og blaða­maður Bændablaðsins, hefur frá ársbyrjun þreifað fyrir sér í hlað­varpsheiminum. Á tveggja vikna fresti fræðir hann hlustendur um gróður og garðyrkju í þættinum „Ræktaðu garðinn þinn“ í Hlöðunni, hlaðvarpi Bænda­blaðsins.

„Ég held að viðbrögðin hafi verið góð þrátt fyrir að ég átti mig ekki alveg á því hvernig á að meta það. Ég hitti reyndar mann á götu á dögunum. Hann var að ganga fyrir horn og kipptist við þegar hann sá mig og sagði: „Andskoti brá mér. Ég er að hlusta á hlaðvarpið þitt og dauðbrá við að ganga fram á þig,“ segir Vilmundur, inntur eftir viðbrögðum við hlaðvarpinu. Sem stendur er „Ræktaðu garðinn þinn“ eitt vinsælasta hlaðvarp Hlöðunnar með að meðaltali um 500 hlustanir á hvern þátt.

Vilmundur telur eðli hlaðvarpsins góða leið til að koma fræðslu á framfæri. „Þetta er góð viðbót við blöð og bækur. Það er hægt að hlusta á hlaðvarpið við aðstæður sem erfitt eða ómögulegt er að lesa. Eins og í bíl, ég hef aldrei getað lesið í bíl og alls ekki þegar ég er að keyra.“

Eintal og viðtöl

Fyrir skömmu kom út 16. þátturinn og fjallar hann um haustplöntur en Vilmundur mælir hiklaust með að skipta út sumarblómum fyrir harðgerðari plöntur sem geta lifað fram eftir vetri.

„Haustplöntum er hægt að planta í ker eða beint út í beð, allt eftir aðstæðum, til dæmis litríkt lyng eða sígræna sýprusa. Allar þessar plöntur standa fram í frost og margar geta lifað veturinn af sé þeim skýlt og þær vökvaðar reglulega í þíðu,“ segir hann.

Hvernig sérðu fyrir þér að hlaðvarpið þitt muni þróast á næstu vikum og mánuðum?

„Akkúrat nú er ég í kvíðakasti yfir næstu vikum og því um hvað ég á að fjalla um fram yfir áramót. Það er að koma vetur og fólk ekki mikið að hugsa um garðinn. En það hefst á þrjóskunni. Ég er enn að stíga mín fyrstu skref í hlaðvarpsheimum og enn að læra og læra af mistökum. Pródúserinn minn segir að ég verði að hætta að ræskja mig og gefa frá mér búkhljóð í míkrafóninn og að ég andi of hátt.

Hvað efnistök varðar ætla ég mér að halda áfram að vera með eintalsmessur um garðyrkju og svo stefni ég að því að taka inn fleiri viðmælendur til að víkka umfjöllunina,“ segir Vilmundur, en í haust mátti hlýða á viðtal hans við Kristin Einarsson framkvæmdastjóra í tilefni af 50 ára afmæli Blómavals.

Stutt fræðandi þus

Nafn þáttarins, „Ræktaðu garðinn þinn“, er dregið af samnefndum hópi á Facebook sem Vilmundur stofnaði á sínum tíma og gengur út á ráðgjöf og skoðanaskipti um garðyrkju og gróður. Alls eru nú 40.800 manns í hópnum, sem er mjög virkur og fer stöðugt stækkandi.

„Sjálfum finnst mér gott ef hlaðvarpsþættir eru ekki of langir. Eftir 25 mínútur er ég yfirleitt búinn að tapa þræðinum og farinn að hugsa eitthvað allt annað. Ég reyni að hafa mína þætti 15 til 25 mínútur til að þreyta hlustendur ekki um of á þusinu í mér.“

Alla þætti Hlöðunnar, hlaðvarpi Bændablaðsins, má nálgast á vefsíðunni bbl.is/hladan og á öllum helstu streymisveitum, s.s. Spotify, Apple Podcast, Podcast Addict og Soundcloud.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...