Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Enniskot
Bóndinn 7. desember 2020

Enniskot

Þóra er fædd og uppalin í Enniskoti. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga og haft gaman af því að sinna búverkum. Eggert er fæddur á Akureyri en uppalinn á Laugum í Reykjadal. Hann var mikið í sveit þegar hann var krakki og í vinnumennsku þegar hann varð eldri. Þóra og Eggert fluttu árið 2015 í Enniskot og tóku svo við búinu af föður Þóru 2018. 

Býli:  Enniskot.

Staðsett í sveit:  Víðidal í Húnaþingi vestra.

Ábúendur: Þóra Björg Kristmundsdóttir og Eggert Örn Kristjánsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þrír synir, Helgi Freyr, 10 ára, Kristján Ingi, 4 ára, Arnar Friðrik, 1 árs, 3 hundar, Bessi, Tryggur og Týr.

Stærð jarðar?  Jörðin er um  290 ha og þar af rúmir 60 ræktaðir.

Gerð bús? Blandaður búskapur og smá verktaka.

Fjöldi búfjár og tegundir? 140 nautgripir,  holdakýr og kálfar, 115 kindur, 24 hross og 16 endur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 

Við erum bæði í skólaakstri á veturna, svo við byrjum nú flesta daga á því að koma börnunum í skólann. Þegar það er búið þá er kannski fengið sér einn kaffibolli og einhverja næringu áður en við förum að líta eftir dýrunum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er nú misjafnt hvað okkur finnst skemmtilegast. Þóru finnst skemmtilegast að velja sér  ásetninga og sauðburðurinn en Eggert finnst nú best að vera bara í traktornum. 

Leiðinlegast, það er sennilega að moka út úr andakofanum. 

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár?  Kannski svipaðan dýrafjölda, bara með enn betri aðstöðu.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Við teljum að það séu mikil tækifæri í aukningu á nautakjötsframleiðslu með kynbótum á holdastofninum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, smjör og haframjólk.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Gamla góða lambalærið með brúnni sósu, sultu, kartöflum og baunum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar miðjuguttinn okkar stakk af rétt rúmlega eins árs (var farinn að labba 10 mánaða og hlaupa 12 mánaða) eftir að hafa verið með okkur úti að brasa. Svo tökum við eftir því að hann er ekki með okkur og allir fá sjokk og fara að leita! Við leitum og köllum á hann en ekkert svar og allir orðnir mjög stressaðir. Þá allt í einu fer pabbi hans að horfa hærra og sér að litli kútur er hæstánægður uppi í gömlum Zetor, sem var úti á túni, að leika sér.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Hrossin eiga hug þeirra allan
30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Hettutrefill
5. febrúar 2025

Hettutrefill

Unnsteinn Mói
5. nóvember 2025

Unnsteinn Mói

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f