Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ennishnjúkur blasir við
Mynd / Bjarkey Dalrós Rúnarsdóttir
Líf og starf 18. júlí 2022

Ennishnjúkur blasir við

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Bændablaðinu barst kveðja frá ungum lesanda í Skagafirðinum, henni Bjarkeyju Dalrós, en greinilegt er að hún er efnilegur ljósmyndari. Við gefum henni orðið:

„Ég heiti Bjarkey Dalrós Rúnarsdóttir og ég er 14 ára og bý á Grindum í Deildardal. Mig langaði að senda ykkur mynd sem ég tók í reiðtúr á skagfirsku sumarkvöldi. Fyrir miðju er fjallið Ennishnjúkur og til vinstri við hann er Unadalur og Deildardalur til hægri. Hesturinn aftur á móti heitir Bragur frá Grindum og er 6 vetra gamall :)“

Bjarkeyju þökkum við kveðjuna, en gaman er að geta þess að fjallið Ennishnjúkur sem blasir hér við hátt og tignarlegt, rúmlega 700 metrar, er vinsælt til gönguferða. Fyrir nokkrum árum var sett upplýsingaskilti við upphaf gönguleiðar á Ennishnjúk, en það má finna við bæinn Enni í Unadal. Fjallið er eitt þeirra sem má finna í bókinni Íslensk Bæjarfjöll.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...