Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Enn er sótt að Þjórsárverum
Lesendarýni 9. september 2025

Enn er sótt að Þjórsárverum

Höfundur: Sigþrúður Jónsdóttir, formaður Vina Þjórsárvera.

Enn einu sinni hefur vaknað upp gömul vofa sem nú er kölluð Kjalölduveita og tekur vatn úr Þjórsá inn undir Hofsjökli við jaðar friðlandsins í Þjórsárverum. Nú er það Alþingi sem við umfjöllun um tillögu að rammaáætlun 5 hefur í hyggju að taka Kjalölduveitu úr verndarflokki og setja í biðflokk. Svo virðist sem alþingismenn séu að láta undir þrýstingi frá Landsvirkjun og hræðsluáróðri um orkuskort og um leið hunsa faglega úttekt innan rammaáætlunar.

Áður var umrædd veita kölluð Norðlingaölduveita og voru kynntar til sögunnar nokkrar stærðargráður af henni sem fóru minnkandi vegna andstöðu í þjóðfélaginu. Allar þessar útfærslur og þar með talin Kjalölduveita fela í sér að farið yrði vestur yfir Þjórsá, inná svæði sem enn eru lítt snortin og stór samfelld víðerni. Þessi áformuðu mannvirki tækju einnig vatn úr og rýrðu þrjá stórfossa Þjórsár á hálendinu, þá Dynk, Kjálkaversfoss (Hvanngiljafoss) og Gljúfurleitarfoss sem mynda eina stórfenglegustu fossaröð landsins.

Virkjunarhugmyndin Kjalölduveita (555 m. yfir sjávarmáli.) hefur tvívegis verið tekin til umfjöllunar innan rammaáætlunar og í bæði skiptin verið talin eiga heima í verndarflokki þar sem svæðið sem um ræðir sé eitt hið verðmætasta á Íslandi og áhrif þessarar hugmyndar í megin atriðum þau sömu og Norðlingaölduveitu. Kort sýna uppstöðulón Norðlingaölduveitu og Kjalölduveitu skarast.

Með Kvíslaveitum voru virkjaðar þverár sem falla í Þjórsá að austan, en kvíslum vestan ár hefur hingað til verið hlíft í þeim tilgangi að vernda Þjórsárver. Kvíslaveita raskaði verunum austan Þjórsár en stóru verin vestan megin eru enn óspillt. Það mun breytast verði af áformum um Kjalölduveitu.

Virkjun eða veita sem liggur á jaðri svæðis með hátt verndargildi með áhrif inná hið verndaða svæði, er óásættanleg. Það er ekki eingöngu að mannvirkin sem slík, stífla, varnargarðar, vegir og skurðir, rétt við friðlandið yrðu til mikilla lýta og spilltu verðmætum víðernum. Hitt er ekki síður áhyggjuefni að mannvirkin með tilheyrandi vegagerð myndu draga að sér sívaxandi umferð sem mun bæði spilla upplifun og viðkvæmri náttúru svæðisins. Þjórsárver eru líklega það stóra gróðurlendi á Íslandi sem kemst næst því að teljast ósnortið af áhrifum mannsins. Sú sérstaða hefur haldist fram á þennan dag að hluta til vegna þess hve afskekkt þau eru en ekki síður vegna þess hversu torveldar samgöngur inn á svæðið og um verin eru. Sá þröskuldur er mikilvægur eins og allir vita sem kynnst hafa svæðinu í raun og séð hve viðkvæmur gróður og dýralíf þar er.

Hafa skal í huga að mannvirki inn á tilgreindu svæði kalla iðulega á enn frekari mannvirkjagerð. Eftirspurnin eftir ódýrri orku er óendanleg og henni verður aldrei hægt að mæta. Þegar búið er að reisa stíflu og veitu myndast eflaust áður en langt um líður þrýstingur á að hækka stíflur, stækka lón og auka afkastagetu, og þá með þeim rökstuðningi að þegar sé búið að raska svæðinu. Kjalölduveita gæti því leitt til þess að þar yrðu reist mannvirki í sömu stærðagráðu og hin margumtalaða Norðlingaölduveita sem deilt var um áratugum saman og hlaut algjöra falleinkunn hjá faghópum I og II í rammaáætlun 2 og var af Alþingi sett í verndarflokk.

Ítrekað hefur verið bent á, eins og kom fram í friðlýsingarferlinu árið 2017, að friðlýsing Þjórsárvera er enn ekki nægjanlega víðtæk til að vernda þá landslagsheild sem þarna er, sérstæða fossa í Þjórsá og ríkulegan gróður meðfram ánni og fossaraðir í þverám sem falla þar í Þjórsá. Það er löngu tímabært að ljúka friðlýsingarferlinu í samræmi við niðurstöðu rammaáætlunar 2, og friðlýsa farveg Þjórsár frá jökli að Sultartangalóni og aðliggjandi vatnasvið vestan fljótsins fyrir vatnsaflsvirkjunum og öðru raski.

Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera hefur staðið í rúmlega hálfa öld og verið bæði löng og ströng. Nú er mál að linni og tryggja verndun dýrmætustu og sérstökustu náttúruperlu hálendisins. Með því að virða faglegt mat faghópa og verkefnisstjórnar rammaáætlunar 3 og 5 um Kjalölduveitu, má spara mikið fé og fyrirhöfn og koma í veg fyrir enn eitt erfitt deilumál í samfélaginu.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...