Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
New Holland 180 hestafla gasknúin dráttarvél hefur hlotið hönnunarverðlaun Architecture and Design í Chicago og European Centre for Architecture Art Design and Urban Studies. Ekki er þó búist við markaðssetningu slíkra véla fyrr en árið 2022.
New Holland 180 hestafla gasknúin dráttarvél hefur hlotið hönnunarverðlaun Architecture and Design í Chicago og European Centre for Architecture Art Design and Urban Studies. Ekki er þó búist við markaðssetningu slíkra véla fyrr en árið 2022.
Á faglegum nótum 20. september 2019

Enn er beðið eftir að gasknúnar dráttarvélar komi á markað

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Stöðugt er verið að endurbæta vélbúnað fyrir landbúnað og dráttarvélar eru þar engin undantekning. Orkuskipti er eitt vinsælasta orðið í munni stjórnmálamanna um þessar mundir án þess þó að skilgreint sé nákvæmlega hvað það þýðir í raun nema að hætt verði notkun jarðefnaneldsneytis og skipt yfir í eitthvað annað. 
 
Á Íslandi og víða í öðrum löndum er orðið orkuskipti helst tengt við rafbílavæðingu, en minna fer oft fyrir umræðunni um aðra kosti sem eru oft mun raunhæfari fyrir margar greinar eins og landbúnað og jarðvinnslu.
 
Þar er m.a. um að ræða dráttarvélar sem knúnar eru metangasi sem auk þess er mögulegt að framleiða á búunum sjálfum. Slík umskipti hefðu marga kosti. Í fyrsta lagi gæti notkun á metangasi dregið mjög úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæði í vélunum sjálfum og vegna flutninga á eldsneyti um þúsundir kílómetra með skipum og bílum. 
 
80% minni mengun
 
Heildarmengun frá gasknúnum dráttarvélum er sögð um 80% minni en af dísilknúnum vélum. Losun sótagna er nánast engin, eða um 1%, og koltvísýringslosun er um 10% minni en í sambærilegum dísilvélum. Þá eru metanknúnar vélar um 50% hljóðlátari en sambærilegar dísilvélar, þrátt fyrir að í grunninn séu vélarnar mjög svipaðar. Ekki sakar að rekstrarkostnaður gasknúinna véla er talinn vera um 30% minni en hefðbundinna dísilknúinna dráttarvéla. 
 
Miðar hægt en tæknin er til
 
Um allan heim hefur landbúnaðurinn beðið með óþreyju eftir að eitthvað raunhæft gerðist í þessum málum. Þar hefur FPT Industrial, sem er hluti af CNH Industrial samsteypunni sem framleiðir m.a. New Holland dráttarvélarnar, verið í fararbroddi í þróun gasknúinna dráttarvéla um 20 ára skeið.
 
Keppinautarnir hafa verið ósparir á að kalla þetta sýndarmennsku sem ætlað sé að ganga í augun  á umhverfisverndarsinnum og stjórnmálamönnum. Vélar sem kynntar hafi verið séu ekki ætlaðar til brúks við raunverulegar aðstæður heldur séu þær einungis sýningargripir. Eigi að síður hefur New Holland haldið áfram þessari vinnu og í janúar fékk New Holland hönnunarverðlaun (Good Design award) fyrir gasknúinn 180 hestafla traktor. Voru verðlaunin frá Museum of Architecture and Design í Chicago og European Centre for Architecture Art Design and Urban Studies. Var það niðurstaða dómnefndarmanna frá 47 löndum. 
 
Markaðssetningu seinkar frá fyrri áformum
 
Fulltrúar New Holland höfðu áður gefið það út árið 2018 að gasknúin New Holland yrði komin á almennan markað innan þriggja ára. Það þýðir væntanlega að vænta megi kynningar á slíkri vél á næsta ári. Í apríl var svo greinilega búið að seinka þessu og er nú talað um árið 2022 og þá miðað við vélar sem bæði ganga á metan- og propangasi. Gasknúnar stórar New Holland hjólaskóflur eiga svo að koma á markað 2024. Þangað til einbeita sérfræðingar New Holland sér að því að bæta bruna enn frekar í hefðbundnum dísilvélum til að draga úr mengun. Einnig að draga úr CO2 losun um allt að 60% við framleiðslu slíkra véla.  
 
Tæknin vel þekkt, líka á Íslandi
 
New Holland, eða móðurfélag þess, CNH, er ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Notaður gasknúinn mótor sem þegar er komin mikil reynsla af en hann er smíðaður af Fiat Powertrain Technologies (FPT). Slíkir mótorar eru þegar í yfir 22 þúsund IVECO trukkum sem eru í notkun víða um heim. Hefur fyrirtækið markaðssett breiða línu gasknúinna atvinnubíla, allt frá 3,5 tonnum upp í 40 tonna trukka. Gasknúnir IVECO sendibílar eru m.a. komnir á göturnar á Íslandi og þykja undratæki. 
 
Búist er við að gasknúnu New Holland dráttarvélarnar verði heldur dýrari í innkaupum til að byrja með, eða á meðan framleiðslan er ekki komin á fullt skrið. Frumgerðin af þessari vél er með gastank sem er sagður duga til stanslausrar notkunar í 5–6 klukkustundir. Gert er ráð fyrir að hægt verði að bæta við gastönkum. 
 
Lítið mál er að dæla eldsneytinu á en innviðir vegna dreifingar á gasi eru þó ekki til staðar í sveitum á Íslandi enn sem komið er. Þar þyrfti að fara í verulegt átak ef einhver vilji er til að nýta þessa tækni. Enn sem komið er telja framleiðendur mjög óraunhæft að vera með rafknúnar stærri dráttarvélar til brúks úti á ökrum sökum lélegs úthalds og langs tíma sem fer í hleðslu rafgeyma. Ekki er þó útilokað að slíkt væri gerleg á heimatúnum í íslenskum sveitum þar sem notkunartími er mjög takmarkaður. Ólíklegt er þó að framleiðendur horfi sérstaklega á þarfir slíks örmarkaðar. 
Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f