Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Hópurinn stendur heiðursvörð fyrir forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, og fjallkonuna, Gunnvor Danielsdóttur.
Hópurinn stendur heiðursvörð fyrir forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, og fjallkonuna, Gunnvor Danielsdóttur.
Mynd / Leif Norman
Lesendarýni 22. ágúst 2025

Enginn slítur þau bönd, sem hann er bundinn heimahögum sínum

Höfundur: Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir, kynningarfulltrúi Kyrtils-verkefnisins.

Á 150 ára afmæli Íslendingahátíðarinnar í Gimli, Manitoba, var mikil hátíð og gleðistund þegar fjallkonan þar steig fram í glænýjum íslenskum kyrtli, sem saumaður var og gefinn af hópi íslenskra kvenna, kærleiksrík gjöf sem styrkir tengsl milli Íslands og Vestur-Íslendinga.

Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir.

Árið 2023 fór hópur frá Annríki – þjóðbúningar og skart – í ferð til Íslendingabyggða í Norður-Dakóta og Manitoba. Í Gimli mynduðu íslenskar konur heiðursvörð þegar fjallkona hátíðarinnar gekk á hátíðarsvæðið. Þessi hátíðlega stund varð upphaf að áætlun um að sauma nýjan kyrtil fyrir fjallkonuna. Að verkefninu stóðu Hildur og Ási hjá Annríki, sem í samráði við skipuleggjendur hátíðarinnar ákváðu lit, efni og mynstur.

Alls tóku nítján konur þátt í vinnunni sem fékk heitið „Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi“. Hópurinn skipti með sér fjölbreyttum verkefnum, svo sem útsaumi og samsetningu, skipulagningu, fjölmiðlamálum, ritun kynningarefnis og ýmislegt fleira. Allt var þetta unnið í sjálfboðavinnu og efni í kyrtilinn, ný næla og viðgerðir á skarti, voru gefnar af Annríki.

Kyrtillinn var formlega afhentur 19. júní 2025 í kirkjunni að MinnaKnarrarnesi á Vatnsleysuströnd við hátíðlega stund.

Þar tók Sigrún Ásmundsson, forseti Íslendingadagsins í Gimli, við honum fyrir hönd samfélagsins á Nýja Íslandi.

Afmælisárið 2025 markar 150 ár frá fyrstu búsetu Íslendinga vestan megin við Winnipegvatn. Enn má finna sterk tengsl við Ísland á svæðinu; fjöldi íbúa talar íslensku og þjóðbúningarnir njóta mikillar virðingar. Hefðin um fjallkonuna á Íslendingadeginum í Gimli á sér rótgróna sögu þar og kom hún fyrst fram árið 1924, tuttugu árum fyrir stofnun lýðveldisins Íslands.

Þessi nýi kyrtill er ekki aðeins fallegt handverk, heldur lifandi tákn um vináttu, samstöðu og menningarleg tengsl sem hafa varað í 150 ár og halda áfram að styrkjast.

Þó að afhendingin hafi verið hátíðlegur hápunktur verkefnisins, þá er ómetanlegt að rifja upp alla þá vinnu sem á undan fór. Hver einasta kona í hópnum lagði sitt af mörkum – hvort sem það var í útsaumi, saumaskap, skreytingum, ferðaskipulagi, textagerð eða samskiptum við fjölmiðla. Allir þessir þættir skiptu máli og gerðu kyrtilinn að því einstaka verki sem hann er í dag.

Því miður gátu ekki allar konurnar sem komu að verkinu verið viðstaddar afhendinguna í Gimli 2025, en þær voru allar í hugum okkar þennan dag. Hvert spor og smáatriði í kyrtlinum ber með sér hluta af þeirra vinnu, alúð og kærleika. Verkefnið var raunverulegt samvinnuafrek, þar sem enginn þáttur var of lítill til að skipta máli.

Að lokum get ég ekki annað en lýst því hve óendanlega stolt ég er af því að hafa verið hluti af þessu verkefni. Það hefur verið einstakt að fylgjast með vinum mínum og samstarfskonum vaxa í hlutverkum sínum, leysa áskoranir af listfengi og umbreytast í sannkallaða snillinga á sínu sviði. Hver og ein þeirra lagði hjarta sitt í verkið og saman sköpuðum við ekki bara kyrtil, heldur sögulegan minnisvarða um vináttu, samstöðu og skapandi kraft kvenna.

Frekari upplýsingar, myndir og sögur um verkefnið má finna á www.kyrtill.is.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...