Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu eyrnamerkja í sauðfé til 1. nóvember 2025.

Áður hafði verið gefið út að núgildandi undanþága sauðfjárbænda til endurnýtingar myndi renna út þann 1. júlí á þessu ári.

Breytingin á heimild til endurnýtingar merkjanna er komin til vegna athugasemda sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gerði við úttekt sem stofnunin gerði á opinberu eftirliti með kjöti og mjólk og afurðum þeirra hér á landi í október árið 2019. Í athugasemdum ESA kom fram að heimild til endurnýtingar merkja sem fyrir var í umræddri reglugerð væri í andstöðu við EES-reglur sem gilda um auðkenningu landdýra í haldi. Frá því að matvælalöggjöf Evrópusambandsins var tekin upp í EES-samninginn og innleidd í landsrétt hefði í raun ekki mátt endurnýta merki í sauðfé og nautgripi.

Matvælaráðuneytið tekur ákvörðun um frestun á gildistöku bannsins eftir fund með ESA, þar sem ljóst þykir að bændur þurfi lengri tíma til aðlögunar. Bændum verður því heimilt að nota endurnýtanleg merki einu sinni enn, í sláturtíð 2024, og til 1. nóvember 2025.

Ráðuneytið leggur áherslu á að engar frekari undanþágur verði í boði, en Bændasamtök Íslands hafa lýst því yfir að þau munu nýta tímann til að finna varanlega lausn á málinu.


Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...