Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu eyrnamerkja í sauðfé til 1. nóvember 2025.

Áður hafði verið gefið út að núgildandi undanþága sauðfjárbænda til endurnýtingar myndi renna út þann 1. júlí á þessu ári.

Breytingin á heimild til endurnýtingar merkjanna er komin til vegna athugasemda sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gerði við úttekt sem stofnunin gerði á opinberu eftirliti með kjöti og mjólk og afurðum þeirra hér á landi í október árið 2019. Í athugasemdum ESA kom fram að heimild til endurnýtingar merkja sem fyrir var í umræddri reglugerð væri í andstöðu við EES-reglur sem gilda um auðkenningu landdýra í haldi. Frá því að matvælalöggjöf Evrópusambandsins var tekin upp í EES-samninginn og innleidd í landsrétt hefði í raun ekki mátt endurnýta merki í sauðfé og nautgripi.

Matvælaráðuneytið tekur ákvörðun um frestun á gildistöku bannsins eftir fund með ESA, þar sem ljóst þykir að bændur þurfi lengri tíma til aðlögunar. Bændum verður því heimilt að nota endurnýtanleg merki einu sinni enn, í sláturtíð 2024, og til 1. nóvember 2025.

Ráðuneytið leggur áherslu á að engar frekari undanþágur verði í boði, en Bændasamtök Íslands hafa lýst því yfir að þau munu nýta tímann til að finna varanlega lausn á málinu.


Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...