Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Endurnýja starfsleyfi Ísteka
Fréttir 18. janúar 2022

Endurnýja starfsleyfi Ísteka

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Ísteka ehf. Starfsleyfistillaga var auglýst opinberlega á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 24. nóvember til og með 22. desember 2021 og varðar eingöngu starfsemina að Grensásvegi 8.

Í starfsleyfinu segir: „Rekstraraðila er heimilt að framleiða allt að 20 kg/ári af lyfjaefni (afurð) úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa. Um er að ræða forvinnslu efnisins og áframhaldandi vinnslu og einangrun lokaafurðar. Starfsleyfi þetta nær ekki til öflunar blóðs þess er rekstraraðili vinnur með.“

Þar segur einnig: „Rekstraraðili getur falið verktaka með öll tilskilin opinber leyfi að annast verk fyrir sig. Rekstraraðili ábyrgist þó áfram að ákvæðum starfsleyfisins sé framfylgt. Rekstraraðila ber að uppfylla gildandi lög og reglugerðir og haga starfsemi í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir.“

Meðfylgjandi þessari tilkynningu er skjal með öllum umsögnum sem bárust á auglýsingatíma. Umsagnir um starfsleyfistillöguna komu frá 237 aðilum. Umhverfisstofnun bendir á að þetta starfsleyfi er gefið út á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit og er til komið vegna lyfjaframleiðslu. Umsagnirnar varða fyrst og fremst öflun blóðs úr fylfullum merum.

Umhverfisstofnun bendir á að starfsleyfið sem um ræðir varðar lyfjaframleiðslu í tilgreindri starfsstöð rekstraraðila og nær ekki til birgja eða öflunar blóðs þess er rekstraraðili vinnur með. Matvælastofnun er með eftirlit með lögum um dýravelferð. Starfsleyfið felur í sér skilyrði um stjórnun á losun mengunarefna og vöktun. 

Greinargerð vegna útgáfunnar er í fylgiskjali starfsleyfisins sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Starfsleyfið gildir til 13. janúar 2038. Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu.

Tengd skjöl:


Starfsleyfi


Athugasemdir og umsagnir vegna starfsleyfistillögu Ísteka ehf.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...