Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Przewalski-hestur
Przewalski-hestur
Mynd / Ludovic Hirlimann, Wikimedia Commons
Utan úr heimi 26. júní 2024

Endurkoma villtra hesta

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýlega var sjö hestum af Przewalski-kyni sleppt á hásléttum Kasakstans. Þeir komu úr dýragörðum í Berlín og Prag.

Przewalski-hesturinn, sem var á barmi útrýmingar á sjöunda áratugnum, er talinn síðasta villta tegund hesta sem eftir er. Tegundin hvarf frá Kasakstan fyrir 200 árum, en um 1.500 Przewalski-hestar eru í Mongólíu. Til samanburðar eiga villtu Mustang-hestarnir í Norður- Ameríku rætur sínar að rekja til taminna hrossa. Frá þessu er greint í The Guardian.

Áður var þessi tegund algeng á hásléttum Mið-Asíu. Talið er að maðurinn hafi fyrst tamið hest á þessum slóðum fyrir um 5.500 árum. Vitað er til þess að menn hafi byrjað að nytja hesta í Norður- Kasakstan tvö þúsund árum áður en elstu heimildir vitna um slíkt í Evrópu.

Eins og áður segir var nánast búið að þurrka út stofn Przewalski- hestsins um miðja síðustu öld. Það var meðal annars vegna þess að hann var veiddur til matar og hjarðirnar tvístruðust við uppbyggingu vegakerfis.

Dýragarðurinn í Prag hefur áður tekið þátt í sambærilegu verkefni, en árið 2011 voru Przewalski-hestar fluttir til Mongólíu. Eftir nokkur flug með hesta þangað á fimm árum er talið að stofninn hafi náð ákveðnum stöðugleika. Þá munu þýskir og tékkneskir dýragarðar fljúga með fjörutíu hross til Kasakstan á næstum fimm árum.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...