Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Przewalski-hestur
Przewalski-hestur
Mynd / Ludovic Hirlimann, Wikimedia Commons
Utan úr heimi 26. júní 2024

Endurkoma villtra hesta

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýlega var sjö hestum af Przewalski-kyni sleppt á hásléttum Kasakstans. Þeir komu úr dýragörðum í Berlín og Prag.

Przewalski-hesturinn, sem var á barmi útrýmingar á sjöunda áratugnum, er talinn síðasta villta tegund hesta sem eftir er. Tegundin hvarf frá Kasakstan fyrir 200 árum, en um 1.500 Przewalski-hestar eru í Mongólíu. Til samanburðar eiga villtu Mustang-hestarnir í Norður- Ameríku rætur sínar að rekja til taminna hrossa. Frá þessu er greint í The Guardian.

Áður var þessi tegund algeng á hásléttum Mið-Asíu. Talið er að maðurinn hafi fyrst tamið hest á þessum slóðum fyrir um 5.500 árum. Vitað er til þess að menn hafi byrjað að nytja hesta í Norður- Kasakstan tvö þúsund árum áður en elstu heimildir vitna um slíkt í Evrópu.

Eins og áður segir var nánast búið að þurrka út stofn Przewalski- hestsins um miðja síðustu öld. Það var meðal annars vegna þess að hann var veiddur til matar og hjarðirnar tvístruðust við uppbyggingu vegakerfis.

Dýragarðurinn í Prag hefur áður tekið þátt í sambærilegu verkefni, en árið 2011 voru Przewalski-hestar fluttir til Mongólíu. Eftir nokkur flug með hesta þangað á fimm árum er talið að stofninn hafi náð ákveðnum stöðugleika. Þá munu þýskir og tékkneskir dýragarðar fljúga með fjörutíu hross til Kasakstan á næstum fimm árum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...