Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Endurbætur gerðar á reiðhöllinni á Blönduósi
Fréttir 24. mars 2020

Endurbætur gerðar á reiðhöllinni á Blönduósi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Hestamannafélagið Neisti á Blönduósi fagnaði 20 ára afmæli sínu í liðinni viku. Í tilefni tímamótanna voru settar í gang framkvæmdir við reiðhöll félagsins og mætti hópur Neistafélaga sem aldeilis lét hendur standa fram úr ermum við að lagfæra og endurbæta.

Innréttingar voru rifnar út og ónýtum húsbúnaði var hent. Þá var salurinn málaður að mestu og eins voru salerni máluð en eins stendur til að mála anddyri reiðhallarinnar.

Stjórn Neista óskaði eftir aðstoð frá félagsmönnum svo koma mætti reiðhöllinni í betra horf og flykktust vaskir félagar að til að taka þátt í verkefninu.

Stórsýning í vor

Í tilefni tímamótanna verður haldin stórsýning austur-húnvetnskra hesta­manna í næsta mánuði, eða þann 22. apríl, og standa vonir manna til þess að reiðhöllin hafi þá fengið nauðsynlegt viðhald og endurbætur.

„Það hefði lítið farið fyrir félagsstarfi Hestamannafélagsins Neista undanfarin ár ef reiðhallarinnar nyti ekki við og því er mjög mikilvægt fyrir hestamennsku á svæðinu að stuðla að endingu hennar,“ segir á vef Neista. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...