Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vísindamaður frá Ontario-háskóla í Kanada tekur vatnssýni úr dýpstu námu í heimi. Það reyndist vera 1,6 milljarða ára gamalt.
Vísindamaður frá Ontario-háskóla í Kanada tekur vatnssýni úr dýpstu námu í heimi. Það reyndist vera 1,6 milljarða ára gamalt.
Mynd / Ontario-háskóli
Utan úr heimi 25. júní 2024

Elsta vatn í heimi er salt og biturt

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Elsta vatn sem fundist hefur á jörðinni er 1,6 milljarða ára gamalt og fannst í gamalli námu í Kanada.

Djúpt í iðrum kanadískrar námu fannst árið 2013 vatn sem er það elsta sem fundist hefur á jörðinni fram til þessa, 1,6 milljarða ára gamalt.

Hinn ævaforni vökvi fannst milli steina í Kidd Creek- námunni í Ontario, Kanada. Hún er rúmlega 3 km djúp og talin einhver dýpsta málmnáma heims, þar sem menn hafa grafið sig æ lengra niður í jarðskorpuna í leit að kopar, sinki og silfri. Frá þessu greinir á vefnum zmescience. Hópur vísindamanna frá Toronto-háskóla, undir forystu jarðefnafræðingsins Barböru Sherwood Lollar, fór í rannsóknaleiðangur í námuna árið 2013 og komst þá á 2,4 kílómetra dýpi, að helli þar sem vatn seytlaði úr jarðlögum í berginu og vísindamennirnir runnu á það vegna stækrar súlfat-myglulyktar. Tekin voru sýni og send í efnagreiningu.

Héldu að mælarnir væru bilaðir

Að sögn zmescience tók langan tíma að fá niðurstöður á sýninu. Rannsóknastofan sem sá um verkefnið tilkynnti fyrst bilun í mælum sínum því niðurstöðurnar þóttu fráleitar. Síðar kom þó á daginn að þær væru réttar og þarna um að ræða rúmlega 500 milljónum ára eldra vatn en það elsta sem þá var þekkt. Vatnið reyndist vera tíu sinnum saltara en sjór, seigfljótandi, gulleitt og ríkt af súlfati. Greining leiddi í ljós lofttegundir fastar í vatninu, svo sem helíum, neon, argon og xenon, en samsætur þeirra ganga úr sér á þekktum og mælanlegum hraða. Jafnframt fundust örverur sem lifa á vetni og súlfati.

„Flest líf lifir á sólarljósi, en þessar örverur virðast lifa á hinni takmörkuðu orku sem þær fá í vatninu innilokuðu í þessum ævafornu jarðlögum,“ sagði Long Li, lektor við jarð- og loftvísindadeild háskólans í Alberta. Þarna hafi mátt sjá nokkurs konar fingraför lífsins.

Innsýn í fornan hafsbotn jarðar

Kidd Creek-náman er ofan á Forkambríum-Kanada-skildinum (Forkambríumtímabilið er frá myndun jarðar til sýnilegs lífs), sem var einu sinni á hafsbotni.

Vegna þess að úthafsskorpan er í stöðugri endurmótun vegna flekaskila er elsti núverandi hafsbotn aðeins nokkur hundruð milljóna ára gamall. Kanadíski hellirinn er ekki aðeins tímahylki fyrir milljarða ára gamalt vatn, heldur gefur hann jafnframt innsýn í fornan hafsbotn jarðar. „Við hugsum ekki lengur um líf á jörðinni sem þennan líffræðiflekk á yfirborðinu. Lífið gæti verið eitthvað sem gegnsýrir plánetuna okkar djúpt niður,“ sagði Sherwood Lollar.

Hún bragðaði á elsta vatni jarðarinnar og sagði það vera mjög salt og afar biturt.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...