Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vísindamaður frá Ontario-háskóla í Kanada tekur vatnssýni úr dýpstu námu í heimi. Það reyndist vera 1,6 milljarða ára gamalt.
Vísindamaður frá Ontario-háskóla í Kanada tekur vatnssýni úr dýpstu námu í heimi. Það reyndist vera 1,6 milljarða ára gamalt.
Mynd / Ontario-háskóli
Utan úr heimi 25. júní 2024

Elsta vatn í heimi er salt og biturt

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Elsta vatn sem fundist hefur á jörðinni er 1,6 milljarða ára gamalt og fannst í gamalli námu í Kanada.

Djúpt í iðrum kanadískrar námu fannst árið 2013 vatn sem er það elsta sem fundist hefur á jörðinni fram til þessa, 1,6 milljarða ára gamalt.

Hinn ævaforni vökvi fannst milli steina í Kidd Creek- námunni í Ontario, Kanada. Hún er rúmlega 3 km djúp og talin einhver dýpsta málmnáma heims, þar sem menn hafa grafið sig æ lengra niður í jarðskorpuna í leit að kopar, sinki og silfri. Frá þessu greinir á vefnum zmescience. Hópur vísindamanna frá Toronto-háskóla, undir forystu jarðefnafræðingsins Barböru Sherwood Lollar, fór í rannsóknaleiðangur í námuna árið 2013 og komst þá á 2,4 kílómetra dýpi, að helli þar sem vatn seytlaði úr jarðlögum í berginu og vísindamennirnir runnu á það vegna stækrar súlfat-myglulyktar. Tekin voru sýni og send í efnagreiningu.

Héldu að mælarnir væru bilaðir

Að sögn zmescience tók langan tíma að fá niðurstöður á sýninu. Rannsóknastofan sem sá um verkefnið tilkynnti fyrst bilun í mælum sínum því niðurstöðurnar þóttu fráleitar. Síðar kom þó á daginn að þær væru réttar og þarna um að ræða rúmlega 500 milljónum ára eldra vatn en það elsta sem þá var þekkt. Vatnið reyndist vera tíu sinnum saltara en sjór, seigfljótandi, gulleitt og ríkt af súlfati. Greining leiddi í ljós lofttegundir fastar í vatninu, svo sem helíum, neon, argon og xenon, en samsætur þeirra ganga úr sér á þekktum og mælanlegum hraða. Jafnframt fundust örverur sem lifa á vetni og súlfati.

„Flest líf lifir á sólarljósi, en þessar örverur virðast lifa á hinni takmörkuðu orku sem þær fá í vatninu innilokuðu í þessum ævafornu jarðlögum,“ sagði Long Li, lektor við jarð- og loftvísindadeild háskólans í Alberta. Þarna hafi mátt sjá nokkurs konar fingraför lífsins.

Innsýn í fornan hafsbotn jarðar

Kidd Creek-náman er ofan á Forkambríum-Kanada-skildinum (Forkambríumtímabilið er frá myndun jarðar til sýnilegs lífs), sem var einu sinni á hafsbotni.

Vegna þess að úthafsskorpan er í stöðugri endurmótun vegna flekaskila er elsti núverandi hafsbotn aðeins nokkur hundruð milljóna ára gamall. Kanadíski hellirinn er ekki aðeins tímahylki fyrir milljarða ára gamalt vatn, heldur gefur hann jafnframt innsýn í fornan hafsbotn jarðar. „Við hugsum ekki lengur um líf á jörðinni sem þennan líffræðiflekk á yfirborðinu. Lífið gæti verið eitthvað sem gegnsýrir plánetuna okkar djúpt niður,“ sagði Sherwood Lollar.

Hún bragðaði á elsta vatni jarðarinnar og sagði það vera mjög salt og afar biturt.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...