Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Köngulpálmategundin Encephalartos altensteinii er elsta planta í heimi sem vitið er um að sé ræktuð í potti.
Köngulpálmategundin Encephalartos altensteinii er elsta planta í heimi sem vitið er um að sé ræktuð í potti.
Mynd / RBG Kew
Líf og starf 5. september 2022

Elsta pottaplanta í heimi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Kew grasagarðinum í London er að finna elstu núlifandi pottaplöntu í heimi sem vitað er um.

Plantan er köngulpálmi sem barst til Englands frá Suður-Afríku árið 1775 en var flutt í Pálmahúsið 1848 þegar byggingu þess lauk og hefur verið þar síðan þá.

Skoski grasafræðingurinn Francis Masson, sem dvaldi í Suður-Afríku við gróðurrannsóknir frá 1773 til 1775, sendi hátt í 500 sýni af bæði lifandi og þurrkuðum plöntum til Englands á sínum tíma og er langlífa pottaplantan í Kew ein af þeim.

Plantan er upprunnin á austurhluta Góðrarvonarhöfða og er kögurpálmi sem kallast Encephalartos altensteinii. Tegundin er á válista International Union for Conservation of Nature yfir plöntur í útrýmingarhættu í náttúrulegum heimkynnum sínum vegna eyðingu skóga.

Köngulpálmar eru hægvaxta og þrátt fyrir að plantan hafi vaxið í Kew í 247 ár er plantan ekki nema um fjórir metrar á hæð. Þegar pálmanum var umpottað síðast árið 2009 var hann vigtaður án pottsins og reyndist vega um það bil eitt tonn.

Skylt efni: pottaplöntur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...