Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Elluteppið
Hannyrðahornið 28. maí 2020

Elluteppið

Höfundur: Handverkskúnst

Þegar Ella vinkona mín átti von á sínu fyrsta barni heklaði ég að sjálfsögðu teppi fyrir barnið. Ég vildi breyta til og hekla aðeins öðruvísi bylgjuteppi en ég hafði áður gert. Páfuglamynstur með hálfstuðlum varð útkoman og nefndi ég uppskriftina Elluteppið. Páfuglamynstur er klassískt mynstur svo ég var ekki að finna upp hjólið þar, en mér fannst ég afskaplega sniðug að hekla hálfstuðla í stað fastapinna eins og er vanalega gert. Hálfstuðlarnir gera það að verkum að það er örlítið ólík áferð á teppinu á réttunni og röngunni, sem gleður mig sorglega mikið.

Garnið er Scheepjes Stone Washed sem er alveg hreint dásamlegt að vinna með. Garnið fæst í yfir 30 fallegum litbrigðum og er hreyfing í litunum líkt og garnið sé steinþvegið.

Heklkveðja,

Elín & Guðrún María
mæðgurnar
í Handverkskúnst

Garn:
Scheepjes Stone Washed (50 g, 130 m).Fæst hjá Handverkskúnst www.garn.is
200 g Moon Stone nr. 801 (hvítur)
150 g Larimar nr. 828 (ljósblár)
150 g Blue Apatite nr. 805 (blár)

Heklunál: 4 mm
Heklfesta: 15 ST = 10 cm

Skammstafanir á hekli:
Sl. - sleppa, L - lykkja, LL - loftlykkja, HST - hálfstuðull, ST - stuðull.
*texti milli stjarna* merkir endurtekningu, [texti milli hornklofa] merkir endurtekningu innan endurtekningar.

Uppskriftin: Fitjið upp 120 LL

1. umf: Heklið 1 HST í 2. LL frá nálinni (þessi 1 LL sem er sleppt telst ekki með), 1 HST í hverja L út umferðina. (119 HST)
2. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 1 ST í fyrstu L, 2 ST í næstu 2 L, [sl. 1 L, 1 ST í næstu L] x 5, sl. 1 L, *2 ST í næstu 6 L, [sl. 1 L, 1 ST í næstu L] x 5, sl. 1 L*, endurtakið frá * til * 5 sinnum til viðbótar, 2 ST í síðustu 3 L.
3. umf: Heklið 1 LL (telst ekki með), 1 HST í fyrstu L, 1 HST í hverja L út umferðina. (119 HST).
Endurtakið umferðir 2-3 þar til teppið er orðið nógu langt. Teppið í þessar uppskrift er 85 umferðir.

Mynstrið: Gengur upp í margfeldið af 17, svo er bætt við 1 LL. Þetta þýðir að þú fitjar upp 17, 34, 51, 68… lykkjur þar til æskilegri lengd er náð, þá er bætt við 1 LL. Þetta er gert til þess að mynstrið stemmi.
 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...