Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Elli prestsins
Skoðun 27. febrúar 2015

Elli prestsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ævi Elvisar Presley er saga um fátækan dreng sem braust til frægðar af eigin rammleik. Hann eignast allt en fær leiða á öllu saman, tapar sér í frægðinni og glatar hamingjunni.

Skömmu eftir að frægðarsól Presley tók að rísa fóru af stað sögur.

Ein er á þá leið að eftir að eigandi Sun-útgáfufyrirtækisins heyrði fyrstu upptöku hans á hann að hafa sagt að það væri mun betra fyrir Elvis að halda áfram að keyra vörubíl í stað þess að reyna fyrir sér í tónlist.

Eftir dauða Elvisar hafa gengið sögur um að hann væri langt frá því að vera dauður og við góða heilsu. Á hverju ári berast fréttir víðs vegar að úr heiminum um að til hann hafi sést allt frá Kópaskeri til Kalkútta. Eitt blað greindi frá því að Elvis búi á Havaí undir öðru nafni. Elvis mun hafa sagt í viðtali að hann hafi verið að bugast undan frægðinni og álaginu sem henni fylgdi. Dauði sinn hafi verið sviðsettur svo hann gæti lifað eðlilegu lífi. Elvis, sem er áttræður í dag, hefur breyst talsvert með aldrinum og er hann kominn með bjórvömb, skegg og skalla.
Í annarri frétt segir að búin hafi verið til nákvæm vaxmynd af kónginum og hún höfð til sýnis meðan líkið stóð uppi og að það hafi verið lík óþekkts Englendings sem fór í gröfina. Í öðru blaði er því haldið fram að Elvis sé geimvera og sést hafi til hans á tunglinu.

Stofnuð hafa verið trúfélög sem tekið hafa hann í guðatölu. Sumir halda fram að hann sé frelsarinn endurfæddur og þess hefur verið farið á leit að kaþólska kirkjan taki hann í tölu dýrðlinga. Í The Church of Elvis í Portland Oregon er hægt að ganga í hjónaband og Elvislíki syngur við brúðkaupið. Önnur birtingarmynd Elvisdýrkunarinnar er að á hverju ári er keppt víða um heim þar sem menn leitast við að líkjast goðinu í útliti og háttum. Það eru því til taílenskir, japanskir, norskir og íslenskir Elvisar.

Fyrir nokkrum árum heiðraði bandaríska póstþjónustan rokkgoðið með því að setja mynd af honum á frímerki. Stuttu seinna lýsti bandarísk kona því yfir að hún hefði læknast af krabbameini í hálsi eftir að hafa sleikt Elvisfrímerki. Frá Hollandi hafa borist fréttir um að stytta af Elvis gráti blóði.

Margir líta á Graceland sem helgidóm og telja sér skylt að fara í pílagrímsferð þangað að minnsta kosti einu sinni á ævinni, líkt og múslímar sem fara til Mekka.

Skylt efni: Stekkur

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...