Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hildur Birna Gunnarsdóttir var mætt á Búnaðarþing á Hótel Natura í síðustu viku til að kynna hvað Ólafur Gíslason & Co. og Eldvarnamiðstöðin byðu upp á í eldvörnum fyrir bændur landsins.
Hildur Birna Gunnarsdóttir var mætt á Búnaðarþing á Hótel Natura í síðustu viku til að kynna hvað Ólafur Gíslason & Co. og Eldvarnamiðstöðin byðu upp á í eldvörnum fyrir bændur landsins.
Fréttir 15. mars 2022

Eldvarnir alltaf mikilvægar

Undanfarin ár hefur sívaxandi áhersla verið lögð á eldvarnir í sveitum landsins. Hildur Birna Gunnarsdóttir var því mætt á Búnaðarþing að kynna hvað Ólafur Gíslason & Co. og Eld­varna­miðstöðin byðu upp á í þeim efnum.

Hildur segir að þau hafi marg­víslegan eldvarnarbúnað upp á að bjóða, en oft sé fólk svolítið andvaralaust gagnvart hættunni á eldsvoðum.

„Því miður þarf oft svolítið mikið að gerast til að fólk kveiki á perunni. Margir eru þó vel meðvitaðir um að það þurfi að hafa eldvarnir í lagi. Þetta er þó þannig að fólk verður alltaf að vera vakandi fyrir þessu, passa upp á að tækin séu í lagi og endurnýja búnað. Það á sérstaklega við í sveitum þar sem langt er í næsta slökkvilið,“ sagði Hildur.
Hildur segir að öll slökkvitæki hafi eitthvað sér til ágætis, en þau séu þó yfirleitt sérhæfð til að glíma við mismunandi elda. Dufttæki dugi á flest, en duftið sé vissulega andstyggilegt að þrífa ef nota þurfi slík tæki í heimahúsum. Froðutæki og kolsýrutæki séu að því leyti betri, en hafa þurfi þar varann á ef um eld af völdum rafmagns sé að ræða. Hún nefnir líka að eldvarnarteppin séu stórlega vanmetin. Þau geti gengið til að kæfa elda af öllu tagi, ekki bara í pottum með steikingarfeiti. 

– Sjá nánar af sýnendum á Bú­greina­­þingi á bls. 26 og 27 í nýjasta Bændablaði

Skylt efni: eldvarnir

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...