Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
El Nino í kortunum
Fréttir 24. febrúar 2017

El Nino í kortunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veðurfræðingar Alþjóða­veður­fræðistofnunarinnar (WNO) segja mögulegt að aðstæður fyrir veðurfyrirbærið El Nino myndist seinna á árinu.

Árin 2015 og 2016 olli einstaklega öflugur El Nino því að meðalhiti jarðar hækkaði sem aldrei fyrr og í kjölfarið þurrkar og uppskerubrestur víða um heim.

Fram til þessa hafa liðið að minnsta kosti tvö til sjö ár á milli El Nino og lofthiti lækkað milli uppsveiflna.

El Nino er heiti yfir það þegar breytingar verða á staðvindum í Kyrrahafinu sem valda óvenju­háum sjávarhita við miðbaug. Við El Nino ár, þá minnkar úrkoman í Indónesíu og Ástralíu, á sama tíma og úrkoma eykst í Suður-Ameríku og hluta Bandaríkjanna. Á spænsku þýðir El Nino drengur og vísar til Jesúbarnsins í jötunni.

Lofthiti jarðar mælist alltaf hár á El Nino-árum og með aukningu lofthita vegna gróðurhúsalofttegunda er líklegt að enn eitt hitastig jarðar verði slegið fljótlega.

Samkvæmt WNO eru líkur á myndun El Nino í lok árs um 40%.

Skylt efni: Veður | El Nino

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...